GUCCI VS LINDEX VOL II

LINDEX VS GUCCI VOL ll

Eins & svo ótrúlega mörgum finnst mér þessir helstu fylgihlutir frá Gucci vera ótrúlega fallegir & auðvitað langar mig í eitthvað af þeim! En það er ekkert grín að fjárfesta í þessum vörum & er maður klàrlega að fjárfesta í vörum sem eiga að endast þér allt þitt líf! En þràtt fyrir að langa þá þarf maður stundum að hugsa sig vel um & átta sig á því að merkjavörur eru ekki endilega allt saman! Auðvitað er gaman að safna sér fyrir eitthverju, en það sem ég er að meina er að maður þarf ekki að eiga allt þótt manni langi í margt & get ég sjálf alveg tekið þetta til mín líka hehe 🙈

En persónulega er ég pínu brussa & er líkleg til þess að skemma eða týna svona dýrum vörum! En ég á þó nokkra dýra merkjavöru hluti sem mér þykir ofboðslega vænt um & reyni ég að fara eins vel með þá & ég get.

En eins og ég hef sagt ykkur áður þá finnst mér svo gaman að fylgjast með tísku & öllu sem því tengist & einstaka sinnum þá rekst ég á eitthverjar vörur sem minna mig á þessar rándýru merkjavörur! Persónulega finnst mér ekkert endilega flottara að eiga Gucci veski eða eitthvað sem er nánast alveg eins frá Lindex! Það er auðvitað mun hagkvæmara fyrir mig að fjárfesta í veski sem er á flottu & viðráðanlegu verði heldur en að safna i mjög langan tíma til þess að kaupa veski sem verður líklega hætt í sölu þegar ég á loksins fyrir því! Þið skiljið mig er það ekki?

En veskið sem ég er með í huga minnti mig ótrúlega á “detail” sem er á mörgum Gucci veskjum! Get kannnski ekki sagt að veskin séu alveg nákvæmlega eins en það er svona sami stíll yfir þeim að mér finnst.

Þetta axlarband á veskinu er voða mikið í anda Gucci finnst mér & eins og sést þá er þetta ótrúlega svipað & á sjálfum Gucci veskjunum. Fólk gæti alveg haldið að Lindex veskið væri Gucci! Mögulega margir sem ná ekki að greina mun á hvaða veski er hvað! Sérð þú hvaða veski er frá Lindex?

En endilega kíktu á veskið inná lindex.is HÉR!

8DC10C79-84DC-48A6-81D1-AA7C2EFFD7AA

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s