PRADA VS LINDEX

PRADA VS LINDEX

//Færslan er ekki kostuð//

Ókei ég er að elska þennan nýja lið á blogginu, en eftir síðustu færslur þá ákvað ég að reyna koma reglulega með færslur í þessum dúr.

Þessar færslur sem ég hef birt, hafa fengið sjúklega góð viðbrögð & virðist þetta ná vel til ykkar að sjá svona svipaðar vörur í mismunandi verðflokki!

En að þessu sinni var ég með augun á fallegu “leopard” veski frá PRADA, en hlébarða munstur hefur verið mikið inn síðustu vikur finnst mér & hefur það alltaf sitið bakvið eyrað á mér alveg síðan hlébarða (leggings) tímabilið var árið 2006 ef ég man rétt!

En í dag er mikil tíska að vera með merkjavörur eða klæðast þessum rándýru merkjum svo sem Gucci, Prada, Ysl svo eitthvað sé nefnt. En þótt það sé auðvitað gaman að eiga eitthvað af þessu þá þarf maður ansi langan tíma til þess að vinna fyrir þessum hlutum líka!

 

En eins og þið hafið kannski tekið eftir þá elska ég að finna svipaða hluti sem eru á viðráðanlegu verði og hentar oftast mun fleirum!

Ég ráfa reglulega inná þessum helstu netverslunum bæði Íslenskar & erlendar og var ég ansi fljót að “spotta” þetta sæta hlébarða veski inná lindex.is!
Og sennilega vegna þess hve miklum tíma ég eyði að skrolla niður allskonar síður þá gat ég ekki annað en tekið eftir því hversu líkt það var PRADA veskinu sem ég hafði rekist á inná pinterest í þetta skipti!

Ég tengi alveg við það að vilja eignast eitthvað af þessum dýru merkjavörum, en það er kannski eitthvað sem maður er lengi að safna sér fyrir & finnst mér því svo gaman að finna alveg jafn fallega hluti sem kosta ekki hálfan handlegg eða alla þína vinnu!
Ég elska falleg veski & það skiptir i rauninni engan vegin hvaða merki er á veskinu, ef mér finnst það fallegt þá er það nóg fyrir mig & það er það eina sem skiptir máli!

En þetta yndislega krúttlega hlébarða veski frá Lindex hefur klárlega fangað minn hug! Hlébarða munstur er mikið inn í dag & ef ég á að vera hreinskilin þá ætla ég klàrlega að hoppa um borð & taka þátt í hlébarða trendinu!

Getið kíkt á veskið frá lindex HÉR!

8DC10C79-84DC-48A6-81D1-AA7C2EFFD7AA

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s