MEXICO OSTA GOTT

MEXICO OSTA GOTT

Ég gerði ágætis tilraun á heitum rétt þegar ég hélt uppá afmælið hans Andrésar um daginn.
En þetta var mín fyrsta tilraun að gera heitan rétt & heppnaðist það bara svona ofboðslega vel þótt ég segi sjálf frá!

En ég googlaði allskonar en fann aldrei akkurat rétt sem heillaði mig, það var alltaf eitthvað í þeim sem ég fýlaði ekki þannig ég ákvað að prófa mixa eitthverjar uppskriftir saman og nota hráefni sem mér leist vel á!

Uppskrift:

1x matreiðslu rjómi
4-5x sveppir
1x rauð paprika
1/2-1x skinku pakki
1 1/2 MEXICO ostur
Nokkur pepperoni rifinn niður (þarf ekki)
1/2 laukur (þarf ekki)
5-7 brauðsneiðar
Smá Pipar

Aðferð:

Byrjaði á að smjör steikja paprikuna, en hún tekur örlítið lengri tíma heldur en sveppirnir og því leyfi ég paprikunni að vera einni á pönnunni í smá stund áður en ég bæti sveppunum á.
(Ef þú vilt lauk þá setur þú hann með sveppunum á pönnuna)

Á meðan paprikan og sveppirnir eru að steikjast þá er gott að byrja bræða MEXICO ostinn, en ég setti hann í pott með smá matreiðslurjóma útí, það tók ágætan tíma að bræða ostinn þannig ég mæli með að skera hann í ágætlega litla bita svo hann taki aðeins styttri tíma að bráðna. Síðan bætir maður hægt og rólega matreiðslurjómanum útí. Endar sem sagt á að klára matr.rjómann.

En gott að skera skinkuna niður í litla bita, (líka pepperoni ef þú vilt hafa það með). Setur skinkuna svo ofaní pottinn þegar MEXICO osturinn er alveg bráðnaður. Gott að pipra smá.

Stórt eða venjuleg stærð eldfast mót. Rífur brauðsneiðarnar í litla bita, ég hafði skorpuna með! Og setur svo útum allt í eldfasta mótið.
Skellir svo steikta grænmetinu yfir brauðið & setur svo MEXICO osta bræðinginn yfir allt.
Toppar réttinn svo með smá rifnum osti yfir.

Eg setti réttinn inní ofn á sirka 180gráðum í sirka 15mín. Maður metur það svo sem bara, en þegar osturinn er orðinn vel bráðnaður og kominn smá litur á hann þá er þetta tilbúið!

Svo bara NJÓTA❣️

En því miður náðist enginn mynd af þessum djúsí heita rétt. Ég skellti einn tveir & tíu í þennan rétt & var hann étinn upp jafn fljótt! En ég mun klárlega gera hann aftur & þá reyni ég að taka eina til þrjár myndir!

8DC10C79-84DC-48A6-81D1-AA7C2EFFD7AA

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s