BALENCIAGA VS BIANCO
Eins og flestir í dag sem fylgjast með helstu trendum & tísku vita að BALENCIAGA hefur klárlega komið sér upp vinsældarlistann & eru þá að mér finnst aðallega veskin & skórnir það vinsælasta!
Ótrúlegt hvað ein einföld vara getur verið eftirsótt bara því hún er eitthvað ákveðið merki & auðvitað markaðsett rétt.
En strigaskórnir frá BALENCIAGA hafa verið ótrúlega vinsælir hjá öllum þessum helstu tískubloggurum í heiminum & hefur það auðvitað með í för að þegar þekktar manneskjur tala um eitthverja ákveðna vöru þá í flestum tilfellum fer varan að seljast vel!
En þessir einföldu strigaskór kosta dágóðan pening, pening sem allvega ég þyrfti að safna í eitthvern tíma áður en ég gæti leyft mér að eyða þeim!
En til þess að gleðja ykkur örlítið þá fann ég nánast alveg eins skó í Bianco nema bara á miklu betra verði! Án djóks ég held að eini munurinn sé nánast bara BALENCIAGA merkið!
Mig langaði að deila þessu með ykkur því ég veit að mörgum langar að eignast þessa skó eða í svipuðum stíl & fannst mér ótrúlega gaman að rekast á nánast alveg eins skó inná Bianco Iceland instagraminu!
Þannig endilega kíktu á Bianco skóna HÉR!