MAKEUP TRENDS 2018

Hvað verður vinsælt í förðunar heiminum árið 2018?

Ég allavega elska að vafra um á netinu og samfélagsmiðlum & lesa greinar um hvað til dæmis framtíðar trend verða & einnig bara að skoða það sem mér persónulega finnst fallegt & myndi halda að gæti orðið vinsælt! En eins og við flest vitum þá má orðið allt í dag í þessum förðunar heimi & held ég að eina “reglan” sé að þér sjálfri/sjálfum líði vel í eigin skinni❣️

En ég ætla deila með ykkur nokkrum trendum sem ég held að verði vinsæl fyrir árið 2018! 👇🏼

173D901F-9A30-4CB5-8FF2-DB4C4F76DFB9

Glimmer eyeliner í glóbus línu frá innri augnkrók að miðju. Virkar með hvaða förðun sem er hvort sem það sé beauty, smokey eða eh annað!

Annars mun glimmer/shimmer vera sterkt trend 2018, hvort sem það er einungis í glóbus línu eða þess vegna yfir allt augnlok! Þetta verður sannkallað glimmer shimmer ár💥

Venjulegu varalitirnir munu koma sterkir inn aftur held ég. Persónulega er ég ekki fan af liquid lipstick þá er ég samt eingöngu að tala um mattann liquid lipstick! En ég held að þessi gamli góði “Creamy” varalitur taki aftur yfirhöndina af þessu liquid lipstick æði!

Annars vegar mun gloss koma sterkt inn líka! Síðustu mánuði hef ég eingöngu notað gloss & er ég að elska það! En kirakira glimmer/glitter æðið á instagram sem margir hafa tekið eftir hefur fært sig yfir í makeup heiminn. Glær gloss með smá glimmeri blandað við er BOMB!

Vel ljómandi húð hefur svo sem verið vinsæl í ágætan tíma núna, en eftir að Rihanna kom með sinn ýkt gylta highlighter þá breyttist leikurinn aðeins! Ef Rihanna gerir eitthvað þá fylgja flestir eftir, það er bara þannig! Enda er hún með þeim flottustu! En vel gylt ljómapúður munum við klárlega sjá árið 2018! Persónulega finnst mér þetta trend mögulega fara dekkri húð betur heldur en þeim ljósustu, en það er allt leyfilegt þegar það kemur að förðun! Þannig ef ÞÚ fýlar þig þá er það eina sem skiptir máli❣️

Eyeliner með væng og ekki endilega þessi típíski svarti/dökk brúni. Við erum að tala um í öllum litum & gerðum, frá litlum klassískum væng alveg útí ýktan stóran væng! Litirnir geta verið fleiri en einn meðfram hvort öðrum eða metallic/glimmer. Hægt að nota fljótandi varaliti, blanda augnskuggum við setting sprey/glimmer festi eða notast við fljótandi augnskugga. Það er allavega nóg til!

Þykk & mikil augnhár, ekki endilega Gerviaugnhár, þótt þau detti aldrei alveg út þá held ég að notkun á Gerviaugnhárum muni aðeins minnka árið 2018. En að eiga góðan maskara sem gefur fallega áferð & hægt að byggja upp góða þykkt & gefa smá “boozt” á lengdina þar erum við farin að tala saman!

Ég er klárlega að fýla þetta allt & hlakka til að prófa mig betur áfram!

8DC10C79-84DC-48A6-81D1-AA7C2EFFD7AA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s