December Favorites

December FAVORITES

 

IMG_4300

//Færslan er ekki kostuð & *stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf//

*1. Silhouette Glitter Tube JD Glow Cosmetics
Þetta er alveg eins og eyeliner og því ótrúlega auðvelt í notkun. En þú getur gert hvað sem þú vilt með þetta, ég hef mikið undanfarið verið að setja glimmer línu í glóbus frá innri augnkrók að miðju augnloks, mér finnst það sjúklega fallegt og passar með lang flestum förðunum! Einnig hægt að nota í innri augnkrók til að fá smá extra “POP”💥
Varan fæst inná Shine.is, ýttu HÉR til að skoða nánar!

2. Peppermint Cooling Foot Spray – The Body Shop
Þeir sem þekkja mig vita að ég ferðast ágætlega mikið og oft fylgir ferðalögum smá þreyta, þá sérstaklega fótaþreyta! Það er svo frískandi að hafa þetta sprey meðferðis, það hefur kælandi og frískandi áhrif sem hentar vel fyrir þreytta ferðafætur!
Ps. Mitt litur aðeins öðruvisi út en þetta á myndinni (gætu verið nýjar umbúðir á mínu spreyi) en heitir það sama og er frá The Body Shop.
Getur kíkt á facebook síðu The Body Shop á Íslandi HÉR.
Annars eru verslanir The Body Shop í Kringlunni & Smáralind.

*3. Moroccan Oil Curl Defining Cream
Ég hef verið að nota þetta krullu krem samhliða Salty kreminu frá Maria Nila. Eins og ég hef áður talað um þá elska ég Maria Nila vörurnar en fannst mér & Fríðu á Regalo sniðugt að gefa hárinu mínu smá fjölbreytni & prufa eitthvað nýtt. Ég verð að segja að þetta krullu krem er bara alveg jafn æðislegt & Salty kremið. Það harðnar allsekki of mikið né gerir hárið ótrúlega klístrað! Ég allavega elska krullurnar mínar þegar ég notast við CURL kremið!
Til að lesa nánar um vöruna ýttu HÉR
Sölustaði finnur þú HÉR
 


*4. Moscato Shimmer shadow – JD Glow Cosmetics
Þessi augnskuggi er kominn í algjört uppáhald! Ég á tvo frá þessu merki & elska ég þá báða!
En þessi er svona Next level fallegur. Þeir eru sjúklega litsterkir & flestir eru sanseraðir! Ég hef notað Moscato litinn óspart í Smokey förðun og kemur það sjúklega vel út!
Til að skoða vöruna nánar getur þú kíkt inná shine.is 
HÉR

5. Glitter Gel Burning Desire – Glisten Cosmetics

Ég keypti mér beautyboxið þegar það var gefið út fyrir eitthverju síðan & í því var glimmer gel í litnum burning desire frá glisten cosmetics! Það þarf engan glimmer festi til að nota glimmerið og er það sjúklega auðvelt & þæginlegt í notkun!
Til að skoða glimmer gelið nánar getur þú kíkt inná Beautybox.is HÉR


6. NARS Radiant Creamy Concealer
Þennan hyljara nældi ég mér í Sephora útí Barcelona í Nóvember. Ég var búin að heyra góða hluti um hann og beið því spennt eftir að prufa! Ég hef einungis góða hluti að segja um þennan hyljara enda er hann klárlega í uppáhaldi hjá mér núna!
Það sem ég lærði í Reykjavík Makeup School er að þessi hyljari inniheldur eitthvað smá magn af skelplötugljáa, en skelplötugljái endurkastar flassinu þannig það eru minni líkur á að þú verðir alveg hvít undir augunum þegar tekin er mynd með flassi eins og svo oft gerist þegar ýmis púður eru notuð í miklu magni undir augun.
NARS fæst því miður ekki á Íslandi, en þú getur nálgast hann inná selfridges.com HÉR & sendir hún til Íslands á met tíma & beint uppað dyrum!

*7. Sally Hansen 550 All Fired Up
Í desember er rauði liturinn alltaf sjáanlegur & fannst mér fullkomið að setja á mig & vera með rautt naglalakk í desember mánuði! 550 – All Fired Up rauði liturinn frá Sally Hansen er ótrúlega fallegur!
Kíktu á facebook síðu Sally Hansen á Íslandi HÉR

Sally Hansen vörurnar fást í snyrtivörudeild Hagkaup & öllum helstu Apótekum.

*8. Rimmel London Lasting Finish Breathable Foundation

Ég hef verið hrifin að öllum þeim Rimmel förðum sem ég hef prufað & var þessi enginn undantekning á því. Hann er léttur en hægt að byggja upp ágæta þekju og kosturinn við þennan farða eins og nafnið gefur til kynna er að farðinn andar & er því ekki að loka húðinni! En farðinn er endingargóður & inniheldur sólarvörn. Ps ég mæli ekki með förðum sem innihalda sólarvörn fyrir myndatöku. Sólarvörnin myndar “flash back” og getur gert andlitið svona hvítt/bjart þegar tekin er mynd með flassi.
Getur kíkt nánar á farðann inná facebook síðu Rimmel London HÉR

Rimmel London vörurnar fást í snyrtivörudeild Hagkaup & öllum helstu Apótekum.

 


*9. Nugg Hreinsandi Gúrku Maski

Nugg maskarnir eru mjög þæginlegir & einnota, þannig þú getur alveg elt það hvernig húðin þín er að hverju sinni & auðvelt að veita húðinni góðan fjölbreytileika. En til eru sem sagt margar tegundir & ættu allar húðgerðir að finna eitthvað fyrir sig.
Gúrku maskinn er “Deep cleansing” sem sagt hreinsimaski en hann er ekki þessi típiski leirmaski og harðnar ekki a húðinni!

En ég mæli með að kynna mér þessa maska betur, getur lesið & skoðað meira um þá inná shine.is HÉR

 


*10. Moroccan Oil Dry shampoo – dark tones
Ég hef alltaf notað frekar mikið þurr sjampó þá sérstaklega þegar ég er með sléttað hár! En ég var akkurat með sléttað hárið yfir jólin: aðfangadag, jóladag & annan í jólum & kom þá þurr sjampó sér ótrúlega vel! Mér finnst allsekki sterk lykt af þessu & hentar mér mjög vel að það sé dökkur undirtónn í spreyinu. Ég er ljóshærð en fæ fljótlega sæmilega dökka rót en þetta sprey er allsekki alveg dökkt & virkar vel fyrir mig ljóshærða líka!
Til að lesa meira um vöruna getur þú ýtt HÉR

Til að skoða sölustaði Moroccan Oil ýttu HÉR

 


11. Anastasia Beverly Hills – Brow Wiz Soft Brown
Ég hef í góðan tíma notað Brow Wiz augabrúnapennan og hef elskað hann frá því ég prufaði hann fyrst! Ég hef verið að flakka a milli lita en eftir að ég prufaði Soft brown þá hef ég alveg fest mig þar.
Brow wiz er með örmjóan “penna” og því hægt að gera ótrúlega náttúrulegar brúnir með honum.
Anastasia Beverly Hills vörurnar fást inná nola.is & getur þú skoðað brow wiz nánar HÉR
 


*12. Rimmel London – Magnifeyes Colour Edition Palette 004
Þessi augnskugga palletta er frekar nett og því mjög þæginlegt að skella henni með í snyrtitöskuna. Ég tók hana með mér út yfir jólin & heim á Selfoss yfir áramót! Flestir litir í pallettunni eru sanseraðir en ég held ég sé á eitthverju “shimmer” tímabili núna og elska að farða með sanseruðum litum! Pallettan er ágætlega litrík og inniheldur til dæmis ótrúlega fallegan bláan lit!
Kíktu inná facebook síðu Rimmel London HÉR
 Rimmel London vörurnar fást í snyrtivörudeildinni í Hagkaup & í öllum helstu Apótekum,
IMG_2615
Instagram: @irisbachmann
Snapchat: irisbachmann
 
 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s