REYKJAVÍK MAKEUP SCHOOL

Reykjavík Makeup School

Ég ákvað loksins að skella mér á förðunarnámskeið hjá RMS! Já ég sagði loksins því mig hefur langað að læra förðun síðan á fyrsta ári í framhaldsskóla en aldrei látið verða að því! En það var enginn afsökun lengur, ég er heima með strákinn minn, ekki að vinna þannig mamma & pabbi buðust til þess að aðstoða mig & mætti mamma 4 daga í viku að passa Andrés Elí svo ég gæti loksins látið draum minn rætast! Förðunarnámskeið hefur verið bakvið eyrað mitt síðan ég ákvað að fara í snyrtifræðina árið 2010, jú það var kennd förðun í snyrtifræðinni en persónulega fannst mér hún frekar yfirborðskennd & svo er förðunar heimurinn alltaf að koma með eitthvað nýtt & því mikilvægt að halda áfram að læra & fylgjast með trendum & tísku sem breytist með hverri árstíð!
En Silla & Sara eigendur Reykjavík Makeup School eru klárlega duglegar að fylgjast með hvað er inn & hvað ekki og fara þær vel yfir grunninn í förðun á þessu 8 vikna námskeiði!

Þetta er klárlega eitt skemmtilegast nám sem ég hef stundað en samt sem áður krefjandi & mjög lærdómsríkt! Það eru lokapróf & þú þarf að ná vissri einkunn til þess að ná & geta kallað þig förðunarfræðing. En ef þú stundar þessar 8 vikur vel & samviskusamlega þá ertu allan daginn að fara læra svo mikið & klára þessi próf með stæl!

Þessar 8 vikur voru fáránlega skemmtilegar & svo ótrúlega gaman að kynnast nýju fólki sem öll hafa sama áhugamálið.
En tilgangurinn með þessari færslu var sá að mig langaði að hvetja ÞIG áfram, því ég dró þetta svo lengi & var alltaf að efast hvort ég ætti að fara. Nú þegar ég er búin að upplifa þetta þá hef ég bara eitt að segja!

Ef þú hefur áhuga á förðun og hefur langað að læra meira & fara á förðunarnámskeið þá myndi ég ekki hika við það að skrá þig á næsta námskeið! Þetta er alveg klárlega þess virði & ótrúlega skemmtilegt 💕

En mig langaði að deila með ykkur nokkrum myndum & þá aðallega lokaprófs myndunum mínum sem ljósmyndarinn Íris Dögg tók!

Einnig langar mig að þakka Vero moda fyrir að láta mig fá fatnað á módelin, öll módelin mín voru klædd fatnaði frá Vero moda! Heildsalan Artica gaf mér þá hluti sem mig vantaði fyrir farðanirnar, þar á meðal sjúk varalita palletta frá smashbox sem er fullkomin í kit-ið. Hún Fríða í heildsölunni Regalo gaf mér olíur frá Moroccan Oil & það var klàrlega ein sem stóð uppúr enda var hún með ljóma í og kemur sjúklega vel út þegar hún er borin á líkamann!

Módelin sjálf, Elísa, Kolfinna & Jóhanna stóðu sig líka svo vel & komu myndirnar mjög vel út!

Ég er ótrúleg stolt af mér að hafa klárað þetta & getað kallað mig förðunarfræðing! Svo var algjör bónus að fá verðlaun fyrir hæstu einkunn í Smokey förðun! 💕

385FCD7F-6433-46AB-A986-AD1266F8C479E51B276C-844B-40B2-AD65-E3EBC0EA2AF5D7C56A4F-CE22-4776-95AE-F34CAA22644C

Takk Silla, Sara & allir yndislegu gestakennararnir sem komu. Þetta voru bilað skemmtilegar 8 viku! 💖

TAKK FYRIR MIG & takk öll fyrir hjálpina!

Instagram @irisbachmann
Snapchat: irisbachmann

IMG_2615

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s