GLEÐILEGA HÁTÍÐ
Mig langar bara að óska öllum mínum fylgjendum, lesendum, samstarfsaðilum, fjölskyldu & vinum gleðilegra jóla & farsælda á nýju ári! Vonandi hafið þið það öll ótrúlega gott yfir hátíðirnar!
Munið að njóta & borða á ykkur gat, það er allavega það sem ég er búin að vera gera og mun halda áfram að gera fram að nýju ári! Það er svo ótrúlega góður matur & góðgæti sem fylgir þessum tíma árs ❣️
En árið 2017 hafði ansi margt að færa & fengum við kærustuparið nýtt hlutverk sem mamma & pabbi! Það hefur verið ansi krefjandi en samt sem áður ótrúlega gefandi & skemmtilegt! Það eru klárlega forréttindi að fá að verða mamma & pabbi!
Það var allavega mikið sem gekk á árið 2017 bæði skemmtilegt og annað ekki alveg eins skemmtilegt, en þegar ég hugsa til baka eru það skemmtilegu minningarnar sem yfirgnæfa allt annað.
Það er svo sannarlega búið að vera ótrúlega gaman að halda uppi þessari bloggsíðu minni & fá þessi ýmsu verkefni út á hana sem og instagram & snapchat, ég er allavega ótrúlega þakklát fyrir allt & hvernig þetta allt hefur þróast.
Því langar mig bara að segja TAKK elsku lesendur, fylgjendur, samstarfsaðilar, fjölskylda & vinir fyrir að vera þið, þið eruð yndisleg 💖
Ég get ekki beðið eftir að sjá hvað árið 2018 hefur uppá að bjóða og vona ég að þið munuð öll hafa það ótrúlega gott á nýju ári!
Ég get ekki beðið eftir að sjá hvað árið 2018 hefur uppá að bjóða og vona ég að þið munuð öll hafa það ótrúlega gott á nýju ári!

GLEÐILEGT NÝTT ÁR!
& Farið varlega með flugeldana.

Instagram @irisbachmann
Snapchat: irisbachmann
Snapchat: irisbachmann