Clinique Moisture Surge
//Færslan er ekki kostuð, en vörurnar voru fengnar að gjöf//
Mig langaði aðeins að segja ykkur frá minni upplifun af Moisture Surge línunni frá Clinique. En ég hef verið að nota vörurnar núna í sirka 3 vikur allavega, en ég hef þó verið að nota Moisture Surge rakakremið töluvert lengur & er ég á þriðju dollunni núna!
Þessi lína er algjör raka bomba fyrir húðina & hentar hún öllum húðgerðum, en vörurnar veita húðinni raka í allt að 72 tíma!!
Ætla segja ykkur aðeins frá þeim vörum sem ég hef algjörlega kolfallið fyrir 👇🏼
Moisture Surge 72 Hour Auto-Replenishing Hydrator
Ég hef áður skrifað um þetta rakakrem & getið þið kíkt HÉR á færsluna! Annars er ég að elska þetta krem & er ég að byrja á þriðju dollunni. En kremið veitir raka & er húðin að fá raka í allt að 72tíma, hægt er að nota kremið undir & yfir farða & einnig sem rakamaska! Kremið er létt, gelkennt & olíulaust sem heillar eflaust marga!
Moisture Surge Hydrating Supercharge Concentrate
Mig langar að flokka þessa vöru sem serum, en það er hægt að nota vöruna eina og sér eða undir önnur krem! En þetta gel kennda, olíulausa rakabúst veitir húðinni raka í allt að 72tíma & hjálpar til að koma þurri, þreyttri & stressaðri húð aftur í jafnvægi! Þetta serum er algjört æði, en það er ótrúlega sniðugt fyrir það fólk sem komið er yfir 25ára aldurinn að taka tímabil sem þú setur serum inn í þína húðrútínu, mér hefur fundist mjög þæginlegt að miða við annað hvert krem sem ég nota, sem sagt þegar ég klára dollu & ætla kaupa mér nýtt að taka þá serum kúrs með því kremi! En auðvitað þarf hver og einn að finna hvað hentar sér en ég mæli sterklega með að byrja taka serum kúrsa ef þú ert komin yfir 25ára aldur. Serum er töluvert virkara heldur en krem & nær oftast dýpra ofaní húðina!
Moisture Surge Overnight Mask
Kremkenndur olíulaus næturmaski sem hentar öllum húðgerðum. Maskinn veitir raka, hefur róandi áhrif & þú munt vakna daginn eftir með mjúka, nærða & fallega ljómandi húð!
Moisture Surge Face Spray Thirsty Skin Relief
Róandi Rakasprey sem veitir húðinni samstundis raka, sefar & róar! Spreyið er olíulaust & má nota það bæði undir & yfir farða. Ótrúlega frískandi andlits sprey sem ég er nánast búin með strax. Þetta fer klárlega á top3 listan minn yfir andlits sprey!
Þessar 4 vörur úr Moisture Surge línunni hafa algjörlega heillað mig uppúr skónum & eru þessar vörur orðnar partur af minni daglegu húðumhirðu! Ef ykkur vantar góðar vörur sem veita mikinn raka þá er þessi lína eitthvað sem þú þarft að skoða ❤
Kíktu á Facebook síðu Clinique HÉR & þú finnur merkið á instagram HÉR!
Clinique vörurnar færðu til dæmis í snyrtivörudeild Hagkaup, öllum helstu Apótekum & inná netverslun Lyfju HÉR.
One thought on “CLINIQUE MOISTURE SURGE”