MEST NOTAÐ // SNYRTIVÖRUR

MÍNAR MEST NOTUÐU SNYRTIVÖRUR SÍÐUSTU DAGA/VIKUR ❤

//Færslan er ekki kostuð en *stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf//

0FE9D513-015A-40A2-962F-9482BF9FEAEC

1: *Lavera Basis Sensitiv Cleansing Gel // létt hreinsigel til þess að Hreinsa húðina! Ég hef verið að elska þessa vöru síðan ég fékk hana & er þessi gel hreinsir orðinn partur af minni daglegu húðumhirðu! Lavera vörurnar eru náttúrulegar & flestar vegan sem heillar eflaust marga.
Basis Sensitiv línan er með mesta úrval sitt í verslunum Krónunnar, annars er hún einnig til í snyrtivörudeild Hagkaup. 

2: *Estée Lauder Take it away makeup remover // Þessi krem kenndi farðahreinsir er algjört æði! Hann er borinn á húðina í hringlaga hreyfingum & síðan tekinn af með bómull eða þvottapoka! Mjög fljótlegt & auðvelt! Farðinn bráðnar eitthvern vegin af húðinni & finnst mér þetta töluvert fljótari farða hreinsun heldur en michellar vatn (sem ég hef verið að nota lengi).
Getur séð sölustaði Estée Lauder HÉR!

3: *Clinique Moisture Surge Hydrating Supercharged Concentrate // Rakaserum sem gefur húðinni algjört rakabúst! Ég hef sagt ykkur frá þesari línu bæði inná instagram story & gerði ég einnig blogg færslu um moisture surge vörurnar! Serumið veitir raka í allt að 72tíma sem er magnað finnst mér! Ég er allavega að elska þetta serum.
Kíktu HÉR á færsluna um Moisture Surge línuna.
Sölustaði Clinique finnur þú HÉR! 

4: Clinique Dramatically Different Hydrating Jelly Anti-Pollution // ótrúlega létt vatnskennt hlaup sem veitir raka í 24tíma! Hlaupið er einnig með mengunar vörn og ver því húðina fyrir utanaðkomandi áreiti, sem mér finnst algjört æði! Ég hef nánast notað þessa vöru daglega eftir að ég eignaðist hana!
Sölustaði Clinique finnur þú HÉR! 

5: *Clinique moisture Surge Face Spray // Rakagefandi andlits sprey sem veitir þér raka í allt að 72 tíma! Kíktu HÉR á færslu um Moisture Surge línuna! Ég ELSKA þetta rakasprey og er það nánast strax búið hjá mér! Það er ótrúlega frískandi, góð & fersk lykt & mæli ég klárlega með þessari vöru ef ykkur vantar rakasprey!
Sölustaði Clinique finnur þú HÉR!

52637AC0-3907-4D99-A3FD-2BB7A21C6626

6: *Clinique Even better glow foundation // Farði sem veitir ótrúlega fallegan ljóma, hann hentar mér mjög vel, enda mikið verið notaður! En mér finnst endingin á honum svona allt í lagi, en ég er með blandaða húð sem á það til að fá fituglans þegar það líður á daginn þannig ég er alltaf að bjóða glansinum heim því ég nota oftast dewy primer & ljómandi farða! En ef makeup ið þarf að endast mjög lengi þá kippi ég alltaf smá púðri með mér í veskið!
Annars kynntist ég nýrri vöru um daginn á Mac viðburði, en þá var mér sýnt nýtt fix+ sem er mattandi! Ég fór einmitt á viðburðin smá glansandi því ég var búin að vera allan daginn máluð á fullu, en makeupið varð eins og nýtt eftir þetta nýja matta fix+! Klárlega vara sem ég þarf að eignast!
En annars finnst mér farðinn það fallegur að ég nota hann alltaf aftur og aftur!
Sölustaði Clinique finnur þú HÉR!

7: *Estée Lauder Double Wear Stay in place eye pencil // Ég á þennan í brúnum lit, hann er svo fallega brúnn! Ég elska að leika mér með brúna liti í kringum augun & kemur það líka svona fáránlega vel út finnst mér! Oft finnst mér svartur geta verið svo ýktur & brúnn svona mildari & kemur meira náttúrulegt look út! En þessi helst vel á mér & hefur verið mikið notaður!
Sölustaði Estée Lauder finnur þú HÉR!

8: Becca hydra Mist & Refresh Setting Powder // Þessi vara!! Þetta er eitthvað sem ALLIR þurfa að prufa! Nei án djóks mörg ykkar hafa sennilega heyrt um þetta púður en það hefur verið ótrúlega vinsælt síðan það var gefið út. Púðrið hefur kælandi áhrif & virðist blautt/rakt við viðkomu húðar en samt er þetta bara púður! Að setja þetta undir augun er algjörlega guðdómlegt, svo ótrúlega frískandi & kælandi! Þið verðið að prufa til þess að finna þetta sjálf, þetta er magnað!
Becca vörurnar færðu í snyrtivörudeild Hagkaups, Lyf&Heilsu & inná fotia.is HÉR!  

9: *Red cherry demi wispy Gerviaugnhár // Ég hef án djóks nánast alltaf notað sömu augnhárin & var ég mjög glöð þegar ég fékk þessi að finna önnur sem ég elska! En ég er mjög “pikkí” á augnhár & standast þessi allar mínar væntingar! Ég gerði færslu um mín uppáhalds augnhár, getur kíkt á hana HÉR! En annars hafa þessi verið mikið notuð uppá síðkastið & þarf ég klàrlega að fara kaupa mér fleiri!
Red Cherry augnhárin færðu inná nordicbeauty.is HÉR! 

 

2B56BA77-2B27-4C2A-AE3A-D37269A0499B

10: Maybelline Age Rewind Brightener // Þessi hyljari hefur lengi verið í uppáhaldi! Kosturinn við hann er að hann er núna fáanlegur á Íslandi en lengi þurfti maður alltaf að kaupa hann úti! En þessi sem ég elska er bleiktóna & nota ég hann undir augun, mér finnst hann hylja fullkomnlega & er hann klárlega einn af mínum uppáhalds hyljurum!
Maybelline færðu í t.d Hagkaup, Krónunni & öllum helstu apótekum! 

11: Loreal Paradise Mascara // hef átt þennan lengi óopnaðann ofaní skúffu & hreinlega gleymdi ég honum! En hann hefur verið núna í smá tíma í notkun og finnst mér hann mjög fínn, hann er auðveldur & þæginlegur í notkun, einnig er Burstinn/greiðan mjög þæginlegur að mér finnst!
Loreal færðu í t.d Hagkaup, krónunni & í öllum helstu apótekum! 

12: Milani Baked Bronzer Soleil // Eins og kannski eitthver ykkar vita er ég sólarpúður sjúk & finnst mér þetta algjört lykilatriði í fallegri förðun, hvort sem hún er létt hversdags förðun eða full GLAM! Hef verið að nota þetta sólarpúður núna í smá tíma & finnst mér það Koma vel út. Það er smá sansering í því en mér finnst það allsekki áberandi þegar varan er komin á húðina! Annars er hann mjög litsterkur & fallegur!
Milani færðu inná shine.is HÉR!

13: KIEHL’S Mint Lip Balm // Minn allra uppáhalds varasalvi! Ég hef talað um hann við ykkur áður! En ég elska mintu & inniheldur þessi mintu þannig hann er mjög frískandi & gott bragð af honum haha! En KIEHL’S vörurnar eru ótrúlega vandaðar og flottar vörur! Ég hef svo sannarlega prufað heilan helling frá merkinu og elska ég bókstaflega allt sem ég hef prufað.
Því miður fást KIEHL’S vörurnar ekki á Íslandi en þú finnur þær inná selfridges.com HÉR! 

F521D880-0590-4DF2-B9FC-3B8F39EF0C82

Getur fylgst með mér inná instagram reikningnum mínum @irisbachmann HÉR!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s