LÍFIÐ SÍÐUSTU DAGA

Lífið síðustu daga 💖

CB63CD4E-A6F9-4E90-95F4-C9755246E613F7AE44F5-D9B0-478F-804D-53C3A11BA7C4

Langaði bara aðeins að gefa ykkur “update” af okkur fjölskyldunni, en það er búið að vera nóg að gera hjá okkur! Ég sem sagt er ný byrjuð að vinna aftur & er það ótrúlega skemmtilegt að hafa aðrar skyldur en einungis að vera heima með barn. En mér sem sagt bauðst staða sem ég gat ekki neitað & er þetta ótrúlega spennandi fyrir svona snyrtivöru perra eins og mig haha! Ég er sem sagt nýji yfirmaður snyrtideildarinnar í Hagkaup Smáralind, HALLÓ hvað þetta er spennandi! Ég er bara ný byrjuð og er að koma mér inní þetta allt saman, en mér lýst bara ótrúlega vel á allt! 

En annað sem er splúnku nýtt hjá okkur fjölskyldunni er að Andrés Elí fékk loksins leikskólapláss! Var svona frekar mikið búin að gefast upp & hélt að það kæmi ekkert pláss fyrr en bara eftir áramót! En þetta reddaðist allt saman & vorum við alla síðustu viku í aðlögun & hefur það gengið mjög vel, Andrés Elí er algjör leikskóla kall sem ég bjóst svo sem við hehe! En við erum enn aðeins að sækja hann fyrr á daginn svona til að venja hann við hægt & rólega, en ég verð farin að vinna fullan vinnu dag áður en ég veit af! 

Annað, það að byrja með barn á leikskóla er fullkomin afsökun til þess að fara versla haha, Andrés Elí àtti svona eitthvað af útifötum en allsekki nóg þannig ég nýtti mér þetta og keypt allt sem mig er búið að langa í handa honum! Skal fara yfir þessi sætu leikskóla föt með ykkur í annari færslu ef það er áhugi fyrir því!

7DA3B3E1-5E95-4DE5-B91B-8D5D77AC3D39

Það er allavega nóg um að vera hjá okkur þessa dagana, mikið af námskeiðum sem tengjast vinnunni & einnig var ég síðustu helgi á geðveiku Masterclassi með förðunarfræðingnum & ljósmyndaranum honum Jordan Liberty! Þetta var klárlega stærsta & flottasta MASTERCLASS sem ég hef farið á! En þær Silla & Sara eigendur Reykjavík Makeup School eru á bakvið þessi flottu MASTERCLASS námskeið sem hafa verið á Íslandi undanfarin ár! Mæli klárlega með að skella sér, en þær reyna að fá allavega árlega eitthverja flotta artista til þess að koma & vera með námskeið! 

84DD1D4A-FF3A-4AF6-9862-EE57CF6E027173814736-33F9-422B-A8D6-06742D223324F4B8D08A-D213-4056-BF00-D27FCE0499F1EEE4E932-9CBC-4E7F-AD84-019A23FC9D738FCE94CE-342F-4F36-ACA7-C03D1DCE137F

Annars er þetta svona það helsta í fréttum hjá okkur fjölskyldunni! Langaði bara aðeins að koma hér inn & segja ykkur frá síðustu dögum hjá okkur þar sem ég er allsekki búin að vera svakalega virk að skrifa færslur en nú þegar rútínan er að smella þá fer ég aðeins að gefa í ❤

F521D880-0590-4DF2-B9FC-3B8F39EF0C82

Getur fylgst með mér inná instagram @irisbachmann HÉR

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s