VOÐA VÆNN & GRÆNN BOOST
undanfarnar vikur hef ég mikið verið að fá mér boost, þá aðallega fyrri part dags! En mig langaði að deila með ykkur nokkrum uppskriftum sem ég er að elska akkurat núna! Ég tek alltaf svona tímabil sem ég er algjörlega húkt á eitthverju & núna er það grænn boost í morgunmat/fyrri part dags!
GRÆNN NÚMER EITT :
STÓR lúka spínat
1 Msk hörfræ olía
2-3 bátar epli
5 ca frosin jarðaber
1 banani
1 1/2 dl OATLY exotic yogurt
Smá appelsínu trópí
(Örlítið vatn bætt við til að þynna ef þarf)
________
GRÆNN NÚMER TVÖ :
Stór lúka spínat
1 Avocado
2-3 bátar epli
1 msk hörfræolia
1/4 mango (4-6 bitar)
1 banani
1 dl – 1 1/2dl OATLY exotic yogurt
Smá appelsínu trópí
Nokkrir klakar
(Örlítið vatn bætt við til að þynna ef þarf)
________
GRÆNN NÚMER ÞRJÚ :
1x Lúka spínat
1x Banani
7-10x mjög litir eplabitar
1tsk hnetusmjör
1bolli frosið mango
1msk hörfræolia
Smá appelsínusafi (1/2dl sirka)
Möndlumjolk eftir smekk hversu þykkt boost þú vilt
Frekar svipaðar uppskriftir en gefa samt sem áður mismunandi bragð! Mæli með að prufa ❤
Eitt annað, ef Andrés Elí strákurinn minn er að fá boost með mer þá reyni ég alltaf að setja Bio-kult Infant duft úti -> góðgerlar fyrir börnin, styrkir meltinguna. Lestu nánar um það HÉR!