CHANEL VS LINDEX

CHANEL VS LINDEX

//Færslan er ekki kostuð//

Um daginn kíkti ég með systur minni í Lindex Smáralind & fórum við vel yfir verslunina enda fáránlega mikið fallegt til fyrir haustið! Mig langaði í bókstaflega allt þarna inni! 

En systir mín er sem sagt algjör tísku nördi enda býr hún í Barcelona & er að læra Fashion marketing & communication. Mæli með að fylgjast nánar með henni HÉR, en hún er akkurat að byrja á síðasta árinu sínu í þessu námi! 

En allavega hún sem sagt hefur mikið auga fyrir tísku & fylgist mun betur en ég með öllu tengt tísku! Þegar við vorum að fara yfir alla fylgihlutina í Lindex þá sá hún veski & minnti það hana svo á stílinn frá Fall / Winter Collection hjá Chanel! Ég var strax sammála henni & fór auðvitað beint heim að skoða þessa línu hjá Chanel! Mér fannst einmitt þetta efni frekar áberandi í nýju veskjunum frá Chanel & var það til í nokkrum týpum af veskjum & nokkrum fleiri litum.

Veskin eru með svipuðum keðjum & efnið á veskjunum er ótrúlega líkt, verðið er aftur á móti algjörlega á sitthvoru bandinu & þyrfti maður dágóðan tíma til þess að safna sér fyrir Chanel veski! Verð að viðurkenna að við systur vorum sammála um það að Lindex veskið væri eiginlega bara töluvert fallegra! 

C22CA2D6-66E2-4AD5-84CF-ED1D180BF306

664AC74C-692F-4903-844E-4EA7FF62CAF1

 

 

 

Endilega Kíktu á Lindex veskið HÉR! 

DA55912D-39CC-4A00-97B2-11BE29841ABD

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s