MY FAVORITES

UPPÁHALDS // SNYRTIVÖRUR

//Færslan er ekki kostuð, en *stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf//

Viðurkenni það alveg að vera í fullri vinnu með einn virkan 2ára kút hægir örlítið á skrifunum hér inná! En ég er nú allsekki hætt þótt það komi ekki inn færslur jafn reglulega og þegar ég var ekki að vinna. 

En mig langar til þess að deila með ykkur nokkrum snyrtivörum sem hafa verið mikið notaðar undanfarna daga/vikur & það má alveg segja að þetta séu svona mínar uppáhalds vörur akkurat núna. 

Chanel Hydra Beauty Créme

91B32660-F98E-4102-BDED-E5228AE87439

Rakakrem sem verndar húðina, veitir raka & endurheimtar ljóma húðar! Húðin verður endurnærð eftir kremið & fer þetta klárlega á top 3 listann minn yfir rakakrem. 

*Clinique Take the day off makeup remover 

94B01974-6058-48E3-A7E9-66C1A7E347B3

Augnfarðahreinsir sem hreinsar mjög auðveldlega allan farða af t.d augum, vörum & augnlokum. Ég hef notað hann á venjulegan maskara sem & vatnsheldan maskara og hefur hann reynst mér óteúlega vel! Þessi er mildur þannig hann ertir ekki viðkvæm augu, allavega hafa mín viðkvæmu augu ekki fundið fyrir neinni ertingu! 

Loreal Paris True Match Farði 

1458C39F-7E6F-4F38-BAB2-58AE4DDA0D26

Þessi hefur nánast verið notaður daglega núna í eitthverjar vikur. Mér finnst hann blandast mjög vel, auðvelt að vinna með hann & byggja hann upp eftir þörfum. Mér finnst hann fallegur bæði sem hversdags farði & fyrir fínni tilefni! Farðinn er með góðri þekju ekki of mött & ekki of ljómandi, fullkominn fyrir blönduðu húðina mína! 

Loreal Paradise Maskari 

0548B9BC-6A33-448B-BFEB-BCE79039A74C

Ég hef mikið talað um þennan inná mínum miðlum & vita held ég flestir hver þessi gersem er! En þessi maskari þéttir, lengir & þykkir hárin & greiðir fallega úr þeim! Þessi er ekki með “gúmmí” bursta, enda nota ég þá mjög sjaldan (gerist þó stundum). En Paradise er ódýr & mjög góður enda finnst mér hann henta öllum! 

*YSL Maskari The Curler 

B7058559-EE12-4E94-BFCC-53BADAE8A6D5

Yfirleitt er ég ekki mikið í “gúmmí” burstunum en þessi náði að heilla mig með sínum einstaka bursta! En maskarinn er fullkominn til þess að greiða vel úr augnhárunum & gefa þeim svolítið “búúst”. En ég hef verið að nota þennan bæði einan & sér & einnig yfir aðra maskara, t.d loreal paradise! Það “combo” er það besta, getur kíkt á færsluna mína um þessa maskara tvennu HÉR! 

*Lavera Fine Loose mineral powder – transparent 

82BE6E66-5B9C-44CA-8584-FB0DA323F218

Laust púður sem ég elska að nota til þess að setja farða/hyljara & matta húðina aðeins (ég er gjörn á að fá fituglans þegar það líður á daginn). En púðrið er hægt að nota eitt og sér, sem setting púður eða til þess að matta, það hentar einnig öllum húðgerðum, líka þeim allra viðkvæmustu! 

Glamglow Tropicalcleanse 

9795F4E8-148B-4BA3-928A-D56CF1D74EC7

Hef nefnt þennan við ykkur áður, en þessi mildi Djúphreinsir er algjörlega búinn að heilla mig uppúr skónum! Hreinsirinn má nota daglega & ertir húðina ekki neitt, allavega ekki mína húð! En hreinsirinn inniheldur lítil korn sem hjálpa húðinni að skrúbba dauðar húðfrumur af & hjálpar því húðinni að viðhalda í náttúrulegan ljóma! 

Maybelline Lash Sensational Boosting Serum

920BE2E0-80F3-4624-A318-8A285EA88B96

Augnhára serum sem örvar vöxt & hjálpar augnhárunum að verða lengri, þéttari & þykkari! Ég var mjög hissa að svona ódýr vara virkaði svona vel, en ef þú ferð eftir leiðbeiningum & notar vöruna kvölds & morgna daglega þá muntu sjá mun á augnhárunum þínum eftir sirka 1&1/2 – 2 vikur! Ég er allavega orðin háð þessari vöru haha! 

*Bioeffect Osa Water Mist

176C4548-9DA4-4445-8472-B138BBC6C208 

Rakasprey sem hefur frískandi, stinnandi & mattandi eiginleika ásamt því að veita húðinni raka! Ég elska að spreyja þessu á mig sem “primer” fyrir farða & einnig til þess að fríska uppá mig þegar ég er búin að farða mig! Annars má nota spreyið hvenær sem er, undir eða yfir farða! Ég var ansi fljót að klàra fyrsta eintakið mitt! 

*Burberry Her EAU De Parfum 

8A1E3C7F-9D6C-486B-93D6-632266B7F065

Sætur “fruity floral” Ilmur sem ég bókstaflega elska. Gæti bókstaflega baðað mig uppúr þessari sætu lykt! 

*Gucci Flora Gardenia 

2DFBCA7B-0274-4E33-B789-D1620F95021C

Þessi hefur sömu lýsingu allstaðar & Burberry ilmurinn, “fruity florals” enda er ég svolítið föst î þeim ilmum eða þessum sætu fersku ilmum! En þessi Gucci Ilmur er klárlega orðinn einn af uppáhalds & að mínu mati lang besti gucci ilmurinn. 

*Glamglow THIRSTYMUD 

6094B3F6-DA00-49C5-BA31-C5C19B5F5D35

Minn allra uppáhalds Rakamaski! En hann er algjör rakaBOMBA fyrir húðina & hefur reynst mér svo vel í vetur í þessum kulda. En ég elska að nota maskann sem næturmaska, en það er einnig hægt að setja hann á bíða í 10-20mín & hreinsa hann af, einnig má sleppa því að hreinsa hann af & hægt að nudda restinni inní húðina. Persónulega finnst mér ég sjá mestan mun á minni húð þegar ég sef með þessa dásemd! Elska líka að það sé til svona lítil ferðastærð, þannig auðvelt að kippa honum með í ferðalög! 

Ætla enda þetta á nýju MyClarins vörunum en þær keypti ég mér sjálf fyrir um viku síðan & hafa þær verið mikið notaðar síðan. Mig hlakkar mikið til að halda áfram að prufa mig áfram með vörurnar & mun klárlega segja ykkur betur frá þeim seinna. En þar sem mer lýst svo ótrúlega vel á þær þá varð ég að leyfa þeim að fylgja hér með! 

MyClarins Relaxing Sleep Mask

ED9068EB-5BCC-41A4-B72A-6D228CBD92F6 

Rakagefandi gel kenndur næturmaski sem hefur kælandi, róandi, endurnýjandi & mýkjandi áhrif á húðina! Hann hjálpar húðinni að endurhlaða sig yfir nóttina & vaknar maður svo ferskur & frísklegur daginn eftir. Maskinn hjálpar húðinni að losa sig við eiturefni & hjálpar húðinni að viðhalda heilbrigði sínu. 

MyClarins Hydrating Beauty Mist

5D343235-93CC-4420-A66E-304638F098D2 

Rakagefandi sprey sem má nota undir & yfir farða, einnig hjálpar það húðinni að undirbúa hana fyrir krem & er því fullkomið að spreyja á hreina húðina áður en þú setur á þig dag- eða næturkrem! 

MyClarins Micellar Cleansing Milk

AD475690-FE54-4E63-8DA2-6BF4E0C31F93 

Þessi vara hefur heillað mig uppúr skónum, en þessi mjólk virkar alveg eins og Micellar hreinsivatn. Bleytir bómullarskífu með vörunni og hreinsar að farða, má nota á augu, varir & hentar fyrir viðkvæma húð líka! Húðin verður silkimjúk eftir hreinsun & klárlega tilbúin í næstu skref á eftir. 

Allar þessar vörur færðu til dæmis í Smyrtivörudeildinni í hagkaup. 

F521D880-0590-4DF2-B9FC-3B8F39EF0C82

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s