RAKABOMBA FYRIR HÚÐINA!
//Færslan er ekki kostuð, en vöruna fékk ég að gjöf//
Síðustu vikur hef ég verið að nota andlitskrem sem ég verð að segja ykkur aðeins frá!
En kremið er frá Clinique & heitir Moisture Surge. Það hentar öllum húðgerðum & er olíulaust sem hentar einstaklega vel fyrir þá sem eru með blandaða / olíu mikla húð. Annars er kremið það mikil rakaBOMBA að það er einnig mjög gott fyrir þurra & mjög þurra húð! Ps. Þið sem eyðið miklum tíma i háloftunum (hvort sem þið ferðist mikið eða starfið sem flugfreyjur) þá er þetta algjör snilld fyrir flug því loftið þar er svo þurrt & því mikilvægt að vera með gott rakakrem á húðinni!
En svona aðeins um kremið sjálft þá er það gel-kennt og því frekar létt á húðinni að mér finnst. Kremið veitir samstundis raka & vinnur í allt að 72 tíma, það er meirað segja enn að veita húðinni raka þràtt fyrir að þú sért búin að þrífa á þér andlitið! Kremið er Ofnæmisprófað, 100% ilmefnalaust, olíulaust, ýtir ekki undir bólur & er húðsjúkdómaprófað!
Þetta krem hefur allavega alveg heillað mig uppúr skónum! Getur lesið nánar um kremið inná þessari síðu HÉR!
Annars færðu Clinique vörurnar í t.d Snyrtivörudeild Hagkaups, öllum helstu Apótekum & inná netverslun Lyfju HÉR!
2 thoughts on “RAKABOMBA FYRIR HÚÐINA!”