MAY FAVORITES

UPPÁHALDS Í MAÍ

//Færslan er ekki kostuð, *stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf//

07700309-C279-49A4-BF9A-E472170A204F.jpeg

1. *Clinique Moisture Surge
Ég skrifaði færslu um þetta rakakrem um daginn sem þið getið kíkt á HÉR! Annars er ég að elska þetta krem, það veitir húðinni raka í 72tíma & hentar öllum húðgerðum! Ef ykkur vantar nýtt rakakrem þá mæli ég klárlega með að tjékka á þessu!
Clinique færðu í Snyrtivörudeild Hagkaups, öllum helstu Apótekum & inná netverslun Lyfju HÉR!

2. *Physicians Formula Butter Bronzer
Þetta yndislega sólarpúður er klárlega eitt af því besta sem ég hef prufað! Ég elska þennan Bronzer & lyktin af honum er unaðsleg! Ef þið hafið ekki prufað þessa vöru þá ætti hún að fara efst á ykkar óskalista! Ég held að allir sem prufa verði ástfangin af þessu sólarpúðri/Bronzer!
Varan fæst inná shine.is HÉR!

3. *Physicians Formula Butter blusher – Nude Silk
Ótrúlega fallegur kinnalitur, held ég hafi nánast notað hann daglega síðan ég eignaðist hann! Hann lyktar líka sjúklega vel eins og bronzerinn. Ég allavega er ótrúlega hrifinn af þessum vörum og hlakka til að prufa fleiri vörur frá þeim.
Physicians Formula færðu inná shine.is HÉR!

4. Jd glow Eyeshadow – Sassy
Fallegur bleik appelsínugulur augnskuggi! Persónulega elska ég þennan sem fyrsta lit / grunn lit í augnskyggingu. Ég elska svona tóna í augnförðun. En JD GLOW augnskuggarnir eru mjög góðir, þeir haldast vel á, leka ekki mikið & eru mjög litsterkir & fallegir!
JD Glow færðu inná Shine.is. Getur kíkt á Sassy HÉR!

5. Jd glow Eyeshadow – brownie
Dökk brúnn augnskuggi! Ég nota þennan í augnskyggingu til þess að dýpka. Hann er mattur & fallegur!
JD Glow færðu inná shine.is. Kíktu á brownie HÉR!

6. Mac fix+ pinklite
Held að flestir förðunar “nördar” hafi verið ótrúlega spenntir fyrir þessari vöru. Ég nældi mér í PINK lite spreyið strax og ég gat & sé ég allsekki eftir því! Það kemur ótrúlega fallegur ljómi af spreyinu og elska ég að spreyja því yfir förðunina eða bara á líkamann til að fá smá “dewy” look!
Mac vörurnar færðu í MAC Smáralind.

7. *Origins Mega-Mushroom Skin Relief Face Cleanser
Ég hef verið að nota þennan núna í nokkrar vikur & lýst mér mjög vel á hann. Hann er ótrúlega mildur & ertir húðina ekki neitt!
Origins færðu í Snyrtivörudeild Hagkaups, Apótekum & inná beautybox.is HÉR!

8. Origins Zero Oil Andlitsvatn
Mér finnst gott að blanda vörum aðeins saman, sem sagt vörum sem henta Normal húð, blandaðri húð & olíukenndri húð. Ég flakka svolítið á milli og tek tímabil sem húðin mín er ótrúlega góð en svo eins og hjá flestum koma tímabil sem hún er að fá bólur reglulega. En ég á yfirleitt tvö andlitsvötn til heima, þá eitt sem hentar olíukenndri húð & annað sem er meira róandi og sefandi! Mér finnst þetta ótrúlega þæginlegt þótt þetta sé allsekki nauðsynlegt, það er alveg nóg að eiga eitt andlitsvatn! En Zero Oil hentar vel olíukenndri húð.
Origins færðu í Snyrtivörudeild Hagkaups, Apótekum & inná beautybox.is HÉR!

A9636445-683A-47A2-8436-C087548147B2

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s