JUNE FAVORITES

Mínar uppáhalds snyrtivörur í Júní!

01F0DD87-6333-4E32-92C1-1B3349B320A0

 

1. Physicians Formula – Nude Wear Foundation

Ég hef talað reglulega um þennan farða á mínum samfélagsmiðlum, en hann hefur verið í minni daglegu rútínu núna síðustu 2mánuði sirka! Ég nota litinn light og hentar hann mér fullkomnlega. En farðinn er léttur en auðvelt að byggja hann upp fyrir meiri þekju, hann veitir fallegan léttan ljóma & er þetta klárlega farði sem ég mæli með að kíkja á!
Physicians Formula vörurnar færðu inná Shine.is, kíktu á farðann HÉR! 

2. GLAMGLOW Glowstarter

Rakakrem með einstaklega fallegum ljóma! Ég elska að nota glowstarter í litnum Nude áður en ég set á mig farða, finnst það koma ótrúlega fallega út. En það er auðvitað hægt að nota þetta kvölds & morgna og veitir kremið þér góðan raka ásamt því er það hannað til þess að lífga uppá þreytta húð & jafna misfellur í húðinni. Kremið hentar öllum húðgerðum & að mínu mati er fullkominn grunnur fyrir daginn.
GLAMGLOW fæst í snyrtivörudeild Hagkaups, apótekum, inná fotia.is & einnig beautybox.is HÉR!

3. GLAMGLOW Gravitymud Glitter Mask

Held að margir hafi fallið fyrir glimmer æðinu sem fór í gang um daginn þegar limited edition Gravitymud maskinn kom í glitter formi! Ég verð að viðurkenna ég varð extra spennt bara því hann kom í nýjum litum (bleikum, svörtum & fjölubláum) & af því að hann var allur útí glimmeri! En annars er virknin sú sama og í upprunalega Gravitymud maskanum!
Getur lesið nánar um hann HÉR & annars er held ég eitthvað farið að fækka af þeim þannig um að gera næla sér í einn áður en hann klárast alveg!
GLAMGLOW vörurnar færðu í snyrtivörudeild Hagkaups, apótekum, inná fotia.is & einnig Beautybox.is! 

4. Fenty Beauty Bomb Gloss 

Útí Barcelona þá sá ég svona “mini” sett frá Fenty Beauty & var það highlighter & gloss! Ég elska svona mini eða ferða stærðir og fékk þetta krúttlega sett því að koma með mér heim! En glossinn hefur alveg heillað mig uppúr skónum & finnst mér hann einstaklega fallegur, ekki of áberandi heldur bara léttur með smá glans! Mér finnst hann allavega ótrúlega fallegur!
Fenty Beauty færðu t.d í Sephora. 

5. Origins Drink Up Intensive Overnight Mask

Þennan kannast flestir við held ég & held ég að flestir elski hann! En ég hef oft áður talað um hann & hefur þessi verið fastur í minni húðrútínu alveg í nokkur ár! Ég elska næturmaska, finnst þeir svo þæginlegir & auðveldir í notkun. Að bera hann á fyrir svefninn & þurfa ekkert að pæla í neinu nema að vakna fáránlega endurnærð & fín! Ég allavega elska næturmaska & mæli klárlega með þeim fyrir alla! Þessi veitir fáránlega mikinn raka & hentar því öllum húðgerðum!
Origins færðu í snyrtivörudeild Hagkaups, Apótekum & inná beautybox.is HÉR! 

 

Íris Bahmann Haraldsdólttir

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s