100 // GJAFALEIKUR

FÆRSLA NÚMER 100!

 

Í tilefni þess að þetta sé blogg færsla númer 100 hér inna irisbachmann.com þá ætla ég að skella af stað skemmtilegum & veglegum gjafaleik! Ég ætlaði að vera búin að setja leikinn í gang í fríinu mínu en netið var hrikalegt og náði ég ekki að græja færsluna eins og ég vildi þannig þetta fékk að bíða þangað til ég var mætt heim til Íslands í tölvu!

En Gjafaleikurinn er í samstarfi við Regalo Fagmenn, held að flestir þekkja Regalo en þið getið lesið nánar um fyrirtækið HÉR & skoðað öll vörumerkin sem þau eru með HÉR!

Ég hef verið núna í samstarfi við Regalo í næstum ár & hefur það verið ótrúlega skemmtilegt & er ég þakklát fyrir öll tækifærin sem mér hefur borist í gegnum samfélagsmiðla á síðasta árinu. En til þess að segja ykkur aðeins frá gjafaleiknum þá ætla ég & Regalo að gefa 4 heppnum glaðning frá MoroccanOil! Glaðningurinn er ekki af verri endanum þannig um að gera að taka þátt.

Í vinning er sem sagt ótrúlega falleg hönnunar gjafataska sem inniheldur fulla stærð af MoroccanOil Hydrating Sjampó & hárnæringu ásamt MoroccanOil ferðastærð af Hydrating styling cream! Þessar vörur hafa verið ótrúlega vinsælar & gleður það mig mikið að geta fengið að gefa ykkur lesendum mínum svona fallegan glaðning! 

En ég ætla segja ykkur aðeins um vörurnar 👇🏼

MoroccanOil Hydrating Shampoo

 

Fylltu ofþornað & þurrt hár með þeim raka sem það sannarlega þarfnast. Sjampóið nærir hárið með andoxunarríkri arganolíu, A & E vítamíni & rauðþörungum sem draga að sér raka fyrir heilbrigðara hár! Þetta rakagefandi sjampó er nógu milt fyrir daglega notkun & gefur bestan mögulegan raka fyrir bæði venjulegt & litað hár. Eykur meðfærileika, mýkt & glans hársins! Öruggt fyrir litað hár.
Laust við súlfat, fosfat & paraben! 

MoroccanOil Hydrating Conditioner 

 

Nærðu & verðu hárið fyrir flóka í ofþornuðu hári. Þessi milda formúla til daglegrar notkunar, skilur hárið eftir mýkra & meðfærilegri. Inniheldur andoxunarríka arganolíu, A & E vítamín & rauðþörunga sem draga til sín raka! Varan er hin besta sinnar tegundar til að veita öllum hárgerðum nægan raka, allt frá venjulegu til þurrs hárs! Öruggt fyrir litað hár.
Laust við súlfat, fosfat & paraben! 

MoroccanOil Hydrating Styling Cream

 

Nærir, gefur raka & temur úfið hár. Þetta rakamikla mótunarkrem gefir mýkt og er fullkomið fyrir hárblástur, temja lausa enda & til að lífga uppá greiðsluna daginn eftir! Þetta nærandi arganolíu hármótunarkrem bætir við glans & mótar með léttri festu! 

Ég er sjúklega spennt fyrir þessum gjafaleik & sömuleiðis þessum vörum, en ég hef prufað þær allar & get auðveldlega gefið þeim mín meðmæli! 

En leikreglur eru tilkynntar inná Instagram reikningnum mínum @irisbachmann undir nýjustu myndinni þar ❤

Kíktu inná instagram HÉR til að taka þátt!

C2CAB2BF-8818-466A-B79E-250D4B20E954

Ef þú ert ekki að fylgja Regalo á þeirra samfélagsmiðlum þá mæli ég klárlega með að kíkja á það 👇🏼

Facebook: regalofagmenn
Instagram: @regalofagmenn
Snapchat: regalofagmenn

A9636445-683A-47A2-8436-C087548147B2

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s