BRÉF TIL MÍN

Elsku Litla Íris

Það er margt sem ég vildi óska að ég hefði gert öðruvísi þá meina ég aðallega hvernig ég hugsaði til mín & einnig hlutir sem mamma talaði um sem ég vildi að ég hefði hlustað á! Þess vegna ákvað ég að skrifa þetta bréf! 

En ég til dæmis æfði áhaldafimleika & mörg ár & snerist eitthvern vegin allt um það, æfingar 4 tíma á dag & fimleika salurinn var eitthvervegin bara mitt annað heimili & fjölskylda! Ég elskaði þessa íþrótt og geri enn. En það voru líka þessar kröfur að halda sér í formi, þá er ég ekki endilega að tala um kröfur frá þjálfurunum heldur kröfur frá sjálfri mér! Þær héldu áfram líka þegar ég var hætt að æfa & auðvitað kom að því að líkaminn tók þroska stökk, ég fékk mjaðmir & brjóst! Ég viðurkenni þetta stökk var ótrúlega erfitt!
Ég horfi á gamlar myndir frá til dæmis útlanda ferðum þar sem ég held fyrir magan á mér á hverri einustu mynd! Til dæmis þegar ég var 16 ára í mjög góðu formi, “six pack-ið” enn til staðar, en samt man ég hvað ég var allsekki nógu ánægð með mig & fannst ég þurfa halda fyrir “bumbuna”! Halló elsku litla Íris mín það var enginn bumba til þess að halda fyrir! En margir tengja við svona hugsun hvort sem það sé núna eða þegar maður var yngri! En ég vildi óska þess að ég hefði gengi þarna um með höfuðið hátt & verið sátt með mig, og er klárlega eitt af mínum stæðstu markmiðum í dag að vera sátt með sjálfan mig nákvæmlega eins & ég er, lífið snýst ekki endilega um það hver er í flottasta forminu!

67F8822E-4106-4366-AD7A-BBD04A8F43CC.jpeg

En ég get hugsað til baka í mörg svona atvik & alltaf eftir á fattar maður hversu röng þessi hugsun er! Ég er sjálf núna að upplifa nýjan líkama eftir barnsburð & það hefur verið erfitt! En samt sem áður þótt það sé eitthvað utan á mér þá ætti ég að ganga stolt um, stolt að hafa komið barninu mínu í heiminn, stolt af mér & því sem ég er að gera, stolt af mínum líkama sem gekk í gegnum þessa ótrúlega upplifun að ganga með barn, forréttindin sem ég & minn líkami hafa gengið í gegnum eru ótrúleg!
En samt erum við að pirra okkur á eitthverjum aukakílóum?

Ég veit það flokkast allsekki allir undir sama hatt, en þegar ég hugsa til baka & hugsa um það sem mamma sagði við mig! Þá vildi ég að ég hefði ekki látið svona hluti hafa áhrif á mig!

Mamma hvatti mig ótrúlega áfram & gerir enn í öllu sem ég tek mér fyrir hendur!

En ég held að margar stelpur, örugglega strákar líka sem horfa / hugsa til baka og skoða til dæmis gamlar myndir séu bara DAMN hvað ég var flott þarna, afhverju var ég að fela mig þarna aftast á myndinni, afhverju held ég fyrir magan, afhverju var ég ekki bara sátt/ur með sjalfan mig þarna?

Stóra málið er að maður verður aldrei sáttur nema að samþykkja sjálfan sig nákvæmlega eins og maður er akkurat núna, þá meina ég samþykkja alla sína galla & nýta þá til góðs, samþykkja þig hvort sem það eru aukakíló eða ekki, samþykkja allt það stóra & litla í þínu fari!
Ég ákvað að skrifa þessa færslu því hún hjálpar mér, hún hjálpar mér að taka skref áfram, ef ég er ekki sátt með sjálfan mig NÚNA & allt sem fylgir mér akkurat núna þá mun ég aldrei verða nógu sátt & mun alltaf finna eitthvað!

Þannig elsku litla Íris, ég vildi að ég hefði verið sátt með mig & mitt, ég vildi að ég hefði ekki sett svona mikla pressu á mig & pressað á mig að vera & gera eitthvað eins & aðrir, ég vildi að ég hefði gengið um miklu stoltari af sjálfri mér!

En ég get gert það núna & ætla mér að vera stolt & samþykkja sjálfan mig nákvæmlega eins & ég er! Öll mín slit, mín mömmu bumba, allir mínir gallar & auðvitað kostir! Ég samþykki ykkur & ætla nýta ykkur til hins betra!

ÞÚ ERT NÓG
Nákvæmlega eins & þú ert akkurat núna!

9893DDEA-7E7E-4844-AD47-8EFE96399DFD

KNÚS

 

8DC10C79-84DC-48A6-81D1-AA7C2EFFD7AA

Leave a comment