Pipardöðlugott
//Færslan er kostuð & piparlakkrísinn frá Góu er fenginn að gjöf//
Hráefni:
• 1 pipar döðlu poki
• 1&1/2 dl púðursykur
• 1/2 dl sýróp (ég notaði agave sýróp)
• 150g smjör
• 200gr/2plötur suðusúkkulaði
• 1dl Rjómi
• Appolo Piparfylltar lakkrís reimar (ég skar sirka eina til tvær lengjur niður í litla bita)
• 1-2 pokar Appolo Piparfyllt lakkrískurl (ég setti einn en hefði mátt vera smá meira)
• Rice Krispies (sirka 5-7dl en eg setti bara þangað til allt var vel blandað saman & Rice Krispie-ið var vel þakið í gotteríi!
Aðferð:
Ég byrjaði á að bræða smjörið, döðlurnar, púðursykurinn & sýrópið saman þangað til að döðlurnar voru alveg bráðnaðar, mikilvægt að hafa á miðlungs hita svo þetta brenni ekki.
Þegar allt er bráðnað þá leyfi ég þessu örlítið að kólna.
Sker niður piparfylltu lakkrísreimarnar & bæti þeim úti, bæti einnig pipar lakkrískurlinu útí & Rice Krispies-inu. Ég hræri & blanda þessu öllu vel saman þangað til að Rice Krispies-ið er orðið vel þakið af gúmmelaði!
Set þetta í eldfast mót, ég notaði svona í minna kanntinum, en hægt að nota hvað sem er samt. En setti bökunarpappír í mótið (botninn & upp með hliðum á mótinu) það auðveldar að taka þetta svo uppúr þegar þetta er alveg kólnað.
Set inn í frysti & leyfi þessu að kólna í sirka 15min.
Á meðan bræði ég suðusúkkulaðið á miðlungshita, mér finnst gott að setja smá rjóma útí & hræri bara vel í þessu á meðan þetta er að bráðna.
Þegar pipardöðlugottið er búið að kólna aðeins þá helli ég súkkulaðinu yfir, mæli með að hafa bara þunnt lag af súkkulaði yfir, því annars kemur alveg yfirgnæfandi suðusúkkulaði bragð finnst mér.
Síðan skelli ég þessu aftur inn í frysti í allavega 30min & fylgist bara með hvenær þetta er orðið alveg hart.
Svo er gotteríið tekið uppúr mótinu & skorið niður í litla bita.
Mér fannst þetta fáránlega gott & þótt ég segi sjálf frá þá held ég að þetta hafi bara verið besta döðlugott sem ég hef smakkað & ákvað ég að skíra þetta Pipardöðlugott hehe!
Njótið 💖