Eurovision Spjall við Fókus Hópinn
Ég hef alltaf haft mjög gaman af Eurovision & söngvakeppninni hér heima fyrir Eurovision! En eins og flestir þá á ég mér uppáhalds lag, held að flest allir myndi sér eitthverja skoðun á lögunum sem taka þátt! Það eru mörg góð lög en eitt sem stendur uppúr að mér finnst!
En Karitas Harpa sigurvegari The Voice Ísland og meðlimur í sönghóppnum Fókus sem tekur þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins laugardaginn 10. febrúar svaraði nokkrum spurningum fyrir hönd Fókus hópsins
Undirbúningur gengur vel og við að verða rosalega spennt, atriðið er að verða tilbúið, fötin klár og núna bara verið að fínpússa fyrir laugardaginn. Það er búið að vera alveg pakkað að gera en við myndum ekki leggja þetta á okkur ef þetta væri ekki svona sjúklega gaman.
Ef ég tala bara fyrir mig, en held ég tali fyrir okkur öll, séum við bara svo spennt að fá að flytja atriðið “LIVE” fyrir alþjóð í beinni útsendingu. Fá að sýna afrakstur allrar vinnunnar síðustu vikna og bara fá að njóta, uppi á sviði að gera það sem okkur þykir allra skemmtilegast með vinum sínum!
Keppnin, og keppendurnir, er rosalega jöfn og sterk í ár, það er alveg ómögulegt að segja hvernig þetta allt fer en ég held ég geti alveg sagt með vissu að þetta verði ofboðslega flott show og skemmtilegt að horfa á þar sem allir eru svo flottir, atriðin svo ólík og lögin svo skemmtilega allskonar.
Það varð hugmynd fljótlega eftir að við stofnuðum þennan sönghóp að sjá hvort við gætum ekki reynt að finna leið til að taka þátt sem hópur í Söngvakeppni Sjónvarpsins, svo við fórum fljótlega á fullt að skoða hvaða möguleika við hefðum. Rósa og Sigurjón þekktu Michael og Þórunni frá því í fyrra (voru bakraddir og dansarar í atriðinu þeirra í fyrra) og prófuðu að heyra í þeim fyrir hönd hópsins sem endaði á því að þau sömdu saman lag fyrir hópinn sem við fáum að flytja á laugardaginn!
Við kynntumst öll í The Voice Ísland þáttaseríu 2 sem var síðasta vetur í sjónvarpinu. Ekkert okkar þekktist fyrir en við urðum rosalega góðir vinir í því ferli og vildum finna leið til að geta haldið áfram að vinna saman í tónlistinni, þessi hugmynd kom svolítið bara í kjölfar þess.
Ég viðurkenni fyrir mitt leiti að ég hef ekki hlustað á þau öll, en samt talsvert meira en önnur ár. Maður fer alveg á bólakaf í þessari Euro “búbblu” ef svo má kalla, ég hlustaði aðeins á frönsku undankeppnina sem var rosalega flott. Margar undankeppnirnar eru enn í gangi, ég hlakka til að heyra hvað kemur frá Svíþjóð, þeirra undankeppni er alltaf svo sjúklega flott.
Íslenskt:
Rósa: Nei eða já
Sigurjón: Never forget með Grétu Salóme
Eiríkur: This is my life
Karitas: Draumur um Nínu
Hrabbý: Sofðu vært og var sungið af Diddú í forkeppninni hér heima 1987
Erlent:
Rósa: Amar Pelos Dois
Sigurjón: Molitva, sigurlagið frá árinu 2007
Eiríkur: You are the only one með Sergey Lasarev
Karitas: Euphoria
Hrabbý: Fångad av en stormvind með Carola
Bara hvað við vonum að þið horfið á laugardaginn og kjósið eftir bestu sannfæringu, vonandi náum við að vinna yfir ykkar atkvæði með flutningi okkar, takk fyrir spjallið og Gleðilegt Eurovision!
Ýttu HÉR til þess að hlusta á lagið þeirra “Aldrei Gefast Upp” eða eins & það heitir á ensku “Battleline”