GULT Í HAUST!

GULT Í HAUST

Ég bókstaflega ELSKA nýja gula gallajakkann minn sem ég fékk á ASOS, það er ótrúlega skemmtilegt að klæða sig við hann og fékk ég nokkur hrós og spurningar um outfit-ið sem ég myndaði & skellti inn á instagram @irisbachmann fyrir nokkrum dögum síðan. Það er ótrúlega gaman að klæða sig í flíkur sem þú sérð ekki alla klæðast, ég hef allavega ekki oft séð eitthvern í skær gulum gallajakka! En annars þá var ég að “digga” þetta outfit í botn & greinilega fleiri líka þannig ákvað að gera smá outfit details hérna inná blogginu!

Ætla leyfa myndunum að tala 👇🏼

Guli gallajakkinn er frá ASOS eins og ég tók fram áðan. Ég keypti hann í XL til þess að hafa hann oversized! Ég elska oversized flíkur eins og margir sem hafa fylgst með mér vita hehe.
Getur kíkt á jakkann HÉR

Hvíta hettupeysan sem ég er í undir jakkanum er líka frá ASOS. Ég hef lengi ætlað að kaupa mér kósý hettupeysu sem er hvít en alltaf bara fundið gráa eða eitthverja aðra liti. Ég vill líka að peysan sé ekki þröng við mjaðmirnar og sé ágætlega stór. Þessi peysa uppfyllir allar mínar kröfur og getið þið kíkt á hana HÉR

IMG_0705

NIKE derið fékk ég í Nike Town í New York, annars voru allskonar der til í flest öllum verslunum sem seldu íþróttavörur. Ég er ekki með link á svona der þannig mæli með að hafa augun opin í öllum þessum helstu íþróttabúðum ef þú vilt eignast svona. Ég er alveg að elska derið mitt og finnst mér það skemmtileg tilbreyting frá derhúfunum sem mjög margir ganga með dagsdaglega.

Nike Huarache skóna fékk ég í Foot Locker út í New York. Mig hefur lengi langað í þessa skó og voru þeir akkurat á tilboði þegar ég sá þá, þannig þeir fengu að koma með mér heim! Þessir skór eru fáránlega þæginlegir og þegar ég geng í þeim er eins og ég sé að ganga á skýi! Ég finn ekki nákvæmlega sama par og ég nældi mér í sem er sent hingað heim til Íslands, en hérna eru linkar á Nike Huaracke skó sem eru nánast eins og mínir!
ASOS & SkÓR.IS

Svo eru það klárlega mínar uppáhalds gallabuxur at the moment! Þessar buxur hef ég mikið talað um inná bæði snapchat #irisbachmann og instagram @irisbachmann. Ég hef ekki oft fundið buxur sem eru svona fáránlega þæginlegar, þær eru super high waist og er gallaefnið teygjanlegt, og það besta við þær er að þær haldast bókstaflega uppi allan daginn. Ég labbaði endalaust í þeim úti í New York og þær héldust á sínum stað allan tíman. Það er ekkert meira pirrandi en buxur sem “leka” alltaf niður og að maður sé alltaf að girða sig eins og eitthver asni úti á götu!
En buxurnar fékk ég í Vero Moda og mæli ég hiklaust með að kíkja og athuga hvort þær séu ekki enn til! Buxurnar heita CLOUD HIGH WAIST SUPER SLIM JEANS. Getur skoðað þær inná facebook síðu Vero Moda HÉR

 

X

ÍRIS BACHMANN HARALDSDÓTTIR

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s