LINDEX SNYRTIVÖRUR

#LINDEXICELAND

Um daginn fékk ég skemmtilegt verkefni í samstarfi við Lindex og fékk ég að kíkja á snyrtivörurnar sem Lindex býður uppá. Ég viðurkenni ég hafði lítið kynnt mér þær áður né skoðað þær af eitthverju viti og það kom mér mjög mikið á óvart hversu ódýrar vörurnar eru! Ég skoðaði snyrtivörurnar vel með henni Ingu minni sem vinnur í Lindex en er einnig ótrúlega skemmtilegur snappari @ingakristjanss! Hún ráðlagði mér um ýmsar vöur og fengu nokkrar vel valdnar að koma með mér heim.

//Færslan er kostuð//

IMG_0896

Lindex er klárlega þekkt fyrir gæði og það á líka við um snyrtivörurnar. En árið 2015 bætti Lindex snyrtivörulínu við úrvalið hjá sér og er úrvalið alltaf að verða meir og meir, til dæmis bættu þau nýlega gervi augnhárum í snyrtivörulínuna. En það er hægt að fá allar helstu snyrtivörur hjá þeim og einnig ýmis áhöld eins og förðunarbursta, plokkara, augnhárabrettara, bómullarskífur og allskonar fleira.
Öll snyrtivörulínan hjá Lindex er framleidd eftir ströngustu skilyrðum reglna ESB! Einnig eru vörurnar ofnæmisprófaðar og EKKI prófaðar á dýrum! Margar af vörunum eru VEGAN, til dæmis á myndinni hér að ofan eru allar vörurnar vegan nema augnskuggapallettan!

“First Impression” á þessum vörum var bara mjög góð og ég mæli hiklaust með þessum vörum fyrir stelpur/stráka sem eru að byrja fikra sig áfram með snyrtivörur, enda mjög ódýrar vörur en samt góð gæði! Annars er ég klárlega á leiðinni að fara prófa fleiri vörur frá Lindex.

Varalitirnir heita Soft Casmere (ljósari liturinn) & Vintage Rose (dekkri varaliturinn). En þetta er víst ný formúla hjá Lindex og eru umbúðirnar aðeins öðruvísi en “gamla” formúlan. Þeir eru ágætlega “creamí” enda heita þeir Lipstick Glossy.

Ég tók einnig ótrúlega sætan gloss eða LipLaquer, hann er nánast glær en með smá “shimmer” og finnst mér hann koma ótrúlega vel út, sértaklega fyrir hversdags notkun eða eitthvað svona “semí” fínt. Hugsa hann sé líka ótrúlega fallegur yfir varalit.

Mér finnst Face Trio-ið (hægri myndin) ótrúlega sniðugt og fullkomið með í veskið þegar maður er á ferðalagi. En það samanstendur af skyggingalit, kinnalit og highlighter. Persónulega finnst mér highlighterinn frekar nýtast MÉR sem kinnalitur eða smá svona shimmer yfir kinnalitinn. Ég notaði til dæmis ljósbrúna litinn sem er efst hægra megin í augnskuggapallettunni sem highlighter og kom hann ótrúlega vel út! Þessi augnskuggapalletta heillaði mig STRAX og ég sá hana og þessir brúnu litir eru mjög mikið ég og finnst mér eiginlega skemmtilegast að farða með jarðlitum eða brúntóna litum!

Lausa púðrið er ótrúlega mjúkt og finn ég lítinn mun á því og til dæmis Laura Mercier púðrinu, allavega við fyrstu notkun líst mér bara vel á það! En það endurkastast við flass ef það er notað mikið magn af púðrinu eða t.d þegar það er “bakað” með því.

Ég var ótrúlega ánægð með förðunina sem ég gerði með nánast bara Lindex vörum og komu þær mér mikið á óvart, þá sérstaklega því ég bjóst ekki við að vara sem væri svona ódýr gæti verið svona góð líka!

lindex förðun

IMG_0892

TAKK FYRIR MIG LINDEX ❤

X

ÍRIS BACHMANN HARALDSDÓTTIR

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s