Hér koma mínar uppáhalds vörur fyrir september mánuð! Þessar voru allar notaðar mjög mikið og líkar mér ótrúlega vel við þær.
* Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf! En það breytir skoðun minni á vörunni ekkert og fjalla ég einungis um þær vörur sem mér líkar vel við!
//Færslan er ekki kostuð//
Vörurnar sem ég fékk að gjöf í þessari færslu eru frá Artica heildverslun & Regalo hár heildverslun. En ég einmitt byrjaði um mánaðarmótin ágúst/september í samstarfi við báðar þessar heildverslanir. Ég fékk veglegan pakka frá báðum fyrirtækjum, til dæmis Maria Nila frá REGALO.IS og Glamglow, OPI og elite models frá ARTICA.IS. Ég er enn á fullu að prófa margar af þessum vörum til þess að mynda mér skoðun á þeim, en vörurnar sem ég fjalla hér um í þessari færslu eru þær sem ég er búin að vera nota núna reglulega allan september mánuð og líkar ótrúlega vel við þær!
*1. GLAMGLOW GLOWSETTER
Þetta sprey hefur verið notað daglega síðan ég eignaðist það! Spreyið getur verið notað til þess að setja farða, gefa húðinni fallegan ljóma & veita raka hvenær sem er yfir daginn. Spreyið hjálpar til að vekja upp þreytta húð og gefur henni fallega ljóma áferð! Ég hef svo sannarlega prófað mörg svona sprey og öll finnst mér frekar svipuð, en þetta er klárlega númer eitt hjá mér núna! Sprey úðinn er svo fáránlega fíngerður að mér brá örlítið þegar ég prófaði spreyið fyrst, en vá hvað úðinn er notalegur og lyktin ótrúlega góð! Ef það væri bara ein snyrtivara “at the moment” sem ég ætti að mæla með þá væri það hiklaust þessi!
Smá GLAMTIP fyrir ykkur : Ef þú geymir spreyið inni í ískáp þá er það extra frískandi og hentar vel að vekja & fríska upp húðina á morgnanna!
GLOWSETTER spreyið fæst í Hagkaup, Lyfju & Lyf&Heilsu.
Getur nálgast það t.d HÉR
2. LOREAL HYDRA GENIUS WATER GEL
Þessi vara er ótrúlega rakagefandi gel í vökva formi en nærir svipað vel og krem. Gelið er mjög létt og þæginlegt að setja á sig, mér finnst það henta fullkomið inn í morgun rútínuna hjá mér & hentar vel undir farða, enda mikill raki & frísk áferð sem kemur með þessu raka geli. Ég keypti mér fyrir normal/blandaða húð, en gelið er til í held ég alveg örugglega þremur gerðum!
Hydra Genius gelið fæst í Hagkaup & helstu apótekum.
Getur nálgast það HÉR
3. ANASTASIA BEVERLY HILLS LIQUID GLOW – PERLA
Þessa vöru vann ég í gjafaleik í byrjun mánaðar & eftir að hafa skellt smá af vörunni á handarbakið mitt þá varð ég að prófa hana almennilega strax! Þetta gefur fáránlega fallegt highlight & hefur aðeins svona “metalic” áferð. Ég er allavega mjög skotin í þessum og held ég hafi varla notað púður highlighter í þessum mánuði því ég er alveg að elska þennan!
ABH vörurnar fást inná nola.is & getur þú nálgast þessa vöru HÉR
4. ANASTASIA BEVERLY HILLS STICK FOUNDATION – WARM PORCELAIN
Þessa vöru vann ég einnig í gjafaleik í byrjun mánaðar & var æst í að prófa því ég hafði aldrei prófað svona stift farða áður. Ég hef aðeins prófað mig áfram og finnst mér persónulega best að skyggja & highlight-a fyrst með krem skyggingu og liquid highlight og setja svo stift farðann yfir/með og blanda allt út með rökum beauty blender. Ég nota svo líka púður skyggingu og dúmpa svo aftur liquid highlighter yfir í endann en annars finnst mér áferðin falleg & endingin alveg ágæt.
Allavega gaman að prófa eitthvað nýtt og mjög gaman þegar maður fýlar vöruna!
//En til þess að taka það fram þá fann ég ekki warm porcelain litinn inná nola.is en ég fékk minn samt þar//
ABH fást inná nola.is & getur þú nálgast vöruna HÉR
*5. POUTMUD WET LIP BALM TREATMENT – BIRTHDAY SUIT
Þennan hef ég svo sannarlega fengið nokkrar spurningar útí, allavega alltaf þegar ég tek upp snapchat með hann á mér þá klikkar það ekki að ég fái spurningar útí hann. Enda skil ég það vel þessi varasalvi er gordjöss!
En þetta er sem sagt litaður varasalvi sem veitir vörunum samstundis mýkt & næringu! Ég hef nú notað varasalvan í nokkrar vikur og hefur hann orðið fastur liður í mínu daglega “makeup look-i”. Eins og ég hef sagt nokkrum sinnum á snapchat þá er ég ekkert brjálæðislega mikið fyrir varaliti, þótt auðvitað ég slái stundum til og skelli á mig eitthverjum sætum! En mér finnst oftast þæginlegra og betra að nota litaða varasalva, líka mínar varir eru frekar þurrar þannig hentar mér mjög vel!
Varan fæst í Hagkaup, Lyfju & Lyf&Heilsu.
Einnig getur þú nálgast vöruna HÉR
6. MAC MINERALIZE SKINFINISH GLOBAL GLOW
Ég hef lengi notað þetta og nota sem sólarpúður. Þetta er mjög mikið ljóma púður og er allsekkert ólíkt highlighter og margir sem eru með ágætlega dökka húð nota sennilega sem highlighter. En ég elska global glow sem sólarpúður og set ég það aðeins á kjálkan, undir kinnbein alveg upp meðfram gagnauga og aðeins á ennið (í svona þrist eins og er oft sagt).
Mér finnst áferðin ótrúlega falleg, ég elska fallega ljómandi húð!
Getið fengið MAC vörur í MAC Kringlunni & MAC Smáralind.
7. MORPHE BRUSH – M403
Ég elska þennan í sólarpúður! Hann er fullkomin stærð að mínu mati til þess að setja sólarpúður á, hann er ekki of stór og ekki of lítill! Ef ég er að gera bara “everyday makeup” þá þarf ég ekki að skyggja neitt því sólarpúðrið gerir alveg nógu mikið og burstinn er einmitt ekki of stór og því auðvelt að stjórna hvert maður er að setja vöruna.
Burstinn heitir small chisel blush – sem sagt kinnalitabursti, en það er auðvitað ekkert heilagt & getur hver og einn notað hvaða bursta í hvað sem maður vill!
Ég fann ekki burstann inná fotia.is en annars eru Morphe burstar seldir í Fotia. En morphebrushes.com sendir heim til Íslands þannig getur nálgast burstann HÉR
*8. GLAMGLOW THIRSTYMUD HYDRATING TREATMENT
Rakamaski sem veitir húðinni samstundis raka og verður húðin ótrúlega mjúk & frísk eftir á! Þennan maska er hægt að nota á fleiri en einn hátt.
GLOWTIPS 👇🏼
Á daginn : berð maskann á hreina húð, bíður í 10-20min eða leyfir húðinni að drekka hann vel í sig og þú getur nuddað afgangnum inn í húðina eða hreinsað af með þvotta poka & volgu vatni.
Á næturnar : Persónulega er þetta mitt uppáhald (næturmaskar). En þú berð maskann á hreina húðina áður en þú ferð að sofa og húðin drekkur maskann í sig alla nóttina & vaknar svo súper frísk með mjúka og endurnærða húð!
Í flugi : Húðin verður oft mjög þurr í flugi og þá er tilvalið að skella á sig rakamaska rétt áður en flugvélin fer í loftið og leyfa maskanum að veita húðinni raka á meðan fluginu stendur. Þannig þú munt klàrlega vera sú ferskasta þegar þú gengur út úr vélinni haha!
GLAMGLOW vörurnar fást í Hagkaup, Lyfju & Lyf&Heilsu.
En THIRSTYMUD maskan getur þú nálgast til dæmis HÉR
*9. HEAD & HAIR HEAL MASQUE – MARIA NILA
Ég prufaði fyrst Maria Nila vörurnar í vor en þá fékk ég repair sjampóið og næringuna í gjöf frá systrum kærasta míns. Ég var strax mjög hrifin af því!
Fyrir sirka mánuði síðan byrjaði ég í samstarfi við Regalo, sem er hár heildverslun! Ég fékk veglegan pakka frá Maria Nila og var Heal hár maskinn einn af vörunum. Ég hef notað hann reglulega í mánuð núna og hárið mitt verður silki mjúkt eftir maskann! En þessi maski á að hjálpa til að losa um bólgur í hársverði, eykur hárvöxt og vinnur einnig gegn hárlosi! Maskinn er settur í hreint sjampó þvegið hár og látin bíða í sirka 10min og svo skolaður úr og hárið þvegið með næringu eftir á!
Getur fengið nánari upplýsingar um maskann HÉR
og sölustaði hans HÉR
*10. O.P.I THIS ISN’T GREENLAND NAGLALAKK
Þessi litur heillar mig mjög! Ég elska svona jarðliti, haustliti & að mínu mati er þessi fullkominn fyrir haustið! Er einmitt með hann á mér akkurat núna! En þessi litur er úr Iceland línunni frá O.P.I og fékk ég að gjöf frá Artica Heildverslun 3 liti úr Iceland línunni! Ég á enn eftir að prófa hina tvo en þessi hefur verið mikið notaður í september! En vil ég minna á að þið sem notið mikið naglalökk þá er mikilvægt að nota undir- og yfirlakk með lituðu lakki. Undirlakkið verndar þínar neglur fyrir litnum og kemur í veg fyrir að liturinn smitist á & litar þínar neglur, einnig er hann góður grunnur fyrir litaða lakkið og gefur mun fallegri áferð heldur en ef það er sleppt undirlakki! Það er svo hægt að fá allskonar undirlökk, fyrir hrufóttar neglur, fyrir þunnar neglur og allskonar! Yfirlakkið getur haft mismunandi áhrif, verið t.d með glans, mattandi, quick dry og margt fleira. Einnig “lokar” það lökkuninni og verður endingin mun betri!
O.P.I naglalökkin eru til sölu í til dæmis Hagkaup, Lyfju & Lyf&Heilsu.
Getur nálgast naglalökkin t.d HÉR
11. MAC GINGERLY KINNALITUR
Þennan hef ég notað í nokkur ár & hef keypt hann allavega 3 held ég! Þessi kinnalitur er bara það fallegasta, hann er ekki of bleikur og ekki of brúnn, heldur fullkomin blanda af báðum litum! Já ég bókstaflega ELSKA þennan kinnalit! Ef ykkur vantar kinnalit þá mæli ég með að kíkja í MAC Kringlunni eða Smáralind og allavega skoða þennan & ég er nokkuð viss um að hann muni fá að koma með ykkur heim!
12. MORPHE BRUSH – M530
Ég nota þennan alltaf í kinnalit, en hann heitir nú CONTOUR BLENDER. En eins og ég tók fram áðan þá notar maður bara hvaða bursta sem hentar manni! Mér finnst þessi fullkomin stærð í kinnalit, hann er svona í minni kanntinum en ég næ að gera sætar epla kinnar með þessum!
Þennan bursta fann ég inná fotia.is þannig þú getur kíkt á burstan HÉR
13. FIRST AID BEAUTY – HELLO FAB COCONUT SKIN SMOOTHIE PRIMING MOISTURIZER
Ég er allsekki mikið fyrir primer og notast ég oftar við gott rakakrem fyrir förðun. En eins og nafnið segir þá er þetta bæði grunnur & krem eiginlega, en hann hefur alla kosti fyrir grunn, en gefur einnig fallegan ljóma, mýkir húðina og veitir henni raka! Síðan lyktar hann fáránlega vel enda inniheldur hann kókos & flestir sem þekkja mig vita að ég elska kókos!
Getur kíkt á hann HÉR
*14. SALTY CREAM – MARIA NILA
Fyrir krulluhaus eins og mig þá kemur þetta sér mjög vel. En salty cream er mjög gott til þess að stjórna og móta krullað/liðað hár og ég get alveg sagt ykkur það að ég hef verið mun duglegri að hafa hárið slegið eða allavega í tagli (er ALLTAF með hárið í snúð) síðasta mánuðinn því þessi vara gerir krullurnar mjög fallegar! Annað sem að mér finnst mikill kostur er að hárið harðnar ekki eitthvað svakalega mikið og það er ekki erfitt að greiða í gegnum það eftir á! Annars er lang best að bera kremið í hárið rakt!
Allar upplýsingar um vöruna færðu HÉR
& sölustaði hennar finnuru HÉR
Vörurnar voru frekar margar þennan mánuðinn en ég er bara búin að vera dugleg að dekra við mig í september!
X
ÍRIS BACHMANN HARALDSDÓTTIR