Húð- & Hárvörur fyrir ferðalagið ❤
Núna hef ég verið að ferðast mjög mikið síðustu mánuði bæði erlendis & heima á Íslandi! En það hefur verið að koma sér sjúklega vel að eiga nóg af míní hár- & snyrtivörum til þess að taka með sér, mér finnst muna svo miklu að taka með sér míní vörur heldur en vörur í fullri stærð, það tekur svo miklu minna pláss í töskunni. Viðurkenni samt að það laumast alltaf eitthverjar full size vörur með í ferðalagið!
En mig langar að deila með ykkur nokkrum míní vörum & nokkrum full size vörum sem hafa verið mikið í notkun á öllu þessu flakki mínu undanfarið!
HÁRVÖRUR //
Maria Nila Silver Sjampó
Þið þekkið þetta flest held ég, en þetta æðislega fjólubláa sjampó sem hentar fullkomnlega fyrir ljóst/aflitað hár!
Maria Nila Silver Hárnæring
Fjólublá hárnæring sem nærir & hjálpar að halda gulu/gylltu tónunum í lágmarki! Virkar lang best fyrir ljóst/aflitað hár!
Maria Nila Pearl Silver Litanæring
Fjólublá litanæring. Ég hef hana alltaf frekar lengi í því ég er með mjög sterkan gylltan undirtón í hárinu, en þessi litanæring er algjör snilld til þess að reyna halda gulu tónunum niðri & kemst maður þá upp með að láta aðeins lengra líða á milli litana!
Maria Nila Invisidry Þurrsjampó
Þetta er nýjung hjá Maria Nila en þetta þurrsjampó er alveg glært & hentar því bókstaflega öllum, konum, körlum & börnum! Mér finnst algjör snilld að eiga eitt svona alveg glært til á heimilinu, enda þið sem þekkið mig vitið að ég er algjör þurrsjampó sjúklingur!
HÚÐVÖRUR //
Estée Lauder Take It Away
Krem kenndur farðahreinsir sem er ótrúlega auðveldur í notkun. Borin á húðina í léttum hringlaga hreyfingum & síðan þvegið af með bómul eða þvottapoka!
Estée Lauder Repair Night Oil
Næturolía fyrir húðina, fullkomin fyrir þá/þær sem eru komin yfir 25ára aldurinn! Ég bókstaflega elska þetta nætur serum sem hefur endurbyggjandi, nærandi & styrkjandi eiginleika!
Estée Lauder Day Wear Augnkrem
Kælandi, frískandi, birtandi & endurnýjandi augnkrem! Mæli með að geyma það inní ískáp fyrir extra kælandi & frískandi áhrif! Án djóks finnst eins & augun mín vakni upp þegar ég ber kremið á augnsvæðið!
Estée Lauder Day Wear Andlitskrem
Rakabomba fyrir húðina, en kremið veitir húðinni raka í 24tíma, ásamt því hjálpar það að koma í veg fyrir ótímabæra öldrun húðar & hjálpar til að vekja upp þreytta húð! Kremið inniheldur sólarvörn (spf15), vill samt alltaf mæla með spf 30 eða 50 fyrir andlitið þegar þið eruð erlendis í mikillri sól & hita, þannig muna nota sólarvörn með!
Bobbi Brown Instant Long Wear Makeup Remover
Augnfarðahreinsir & hentar einnig vel á varir! En mér finnst þessi ótrúlega góður, hann ertir ekki augun mín & virkar mjög vel fyrir mig! Held þetta sé án djóks með bestu Augnfarðahreinsum sem ég hef prufað!
Lavera Basis Sensitiv Cleansing Gel (full size)
Andlits gelhreinsir til þess að hreinsa húðina! Hann er léttur & mér finnst hann henta minni blönduðu húð einstaklega vel! En þessi vara er lífræn & vegan sem heillar eflaust eitthverja!
Lavera Basis Sensitiv Rakakrem (full size)
Raki, raki, raki númer 1, 2 & 3! Æðislegt rakakrem sem ég hef verið að grípa mikið í síðustu vikur/mánuði! Húðin verður endurnærð & fersk. Þessi vara er einnig lífræn & vegan eins & flestar Lavera vörur!
Origins Zero Oil (full size)
Andlitsvatn, en þetta frá Origins hentar vel olíukenndri húð & húð sem er gjörn á að fá bólur. Mér finnst æðislegt að blanda vörum svolítið saman, eins og til dæmis hefur þetta andlitsvatn frekar þurrkandi áhrif en ég bæti upp fjör þurrkinn með miklum raka í kremum/möskum! Það er mjög mikilvægt að vera dugleg/ur að prufa sig áfram til að finna réttu húðrútínuna fyrir sjálfan sig!
En allar þessar vörur voru mjög mikið notaðar til dæmis núna um daginn útí Orlando! Ég tók að vísu aðeins fleiri vörur með en þetta voru svona þær mest notuðu sem mig langaði til þess að deila með ykkur!
Nánar um Maria Nila vörurnar & sölustaði þeirra finnur þú HÉR!
Sölustaði Estée Lauder finnur þú HÉR!
Sölustaði Bobbi Brown finnur þú HÉR!
Mesta úrvalslið af Lavera Basis Sensitiv línunni finnur þú í þessum stærstu Krónu verslunum, annars er Lavera merkið einnig selt í Hagkaup.
Sölustaði Origins finnur þú HÉR!