LINDEX VS ASPINAL OF LONDON
Held þið séuð flest farin að kannast við þessar færslur mínar, en þær eru klárlega í uppáhaldi hjá mér & miðað við ykkar viðtökur þá virðist þið hafa gaman af þeim líka!
En ég hef haft auga mitt á ótrúlega fallegu veski frá ASPINAL OF LONDON sem ég fann inná selfridges.com fyrir smá síðan & það eina sem stoppaði mig var verðið, en veskið kostar 645 dollara! Þetta er allavega peningur sem maður hugsar sig nokkrum sinnum um áður en maður eyðir honum í aðeins einn fylgihlut.
Þið getið því rétt ímyndað ykkur gleði mína þegar ég var að ráfa inná lindex.is & sá veski í ótrúlega svipuðum stíl & sniði, alveg jafn fallegt & verðið á því var miklu miklu miklu hagstæðara 👇🏼
En bæði veskin eru í græn bláum tónum & eru með ótrúlega fallegan detail sem mér finnst gera mjög mikið fyrir veskin, en það er krókódíla mynstur! Persónulega finnst mér LINDEX veskið fallegra á litinn en það er aðeins dekkra heldur en veskið frá ASPINAL OF LONDON!
Ég heillast alltaf af fallegum fylgihlutum & er það klárlega kostur að geta fjárfest í vörum sem eru fallegar & á hagstæðu verði!
Kíktu HÉR á Lindex veskið.