LÉTT & EINFÖLD FÖRÐUN

991C9570-96D4-4749-8E83-DBE642BE14A8.jpeg

Mig langar að deila með ykkur léttri förðun sem ég notaðist við hvern einasta dag úti í Orlando & sömuleiðis hér heima reyndar. En ég tek alltaf tímabil sem ég hreinlega fýla bara ekki að vera of mikið máluð (fyrir utan þegar ég er að fara eitthvað fínt, t.d um helgar). En þetta er ótrúlega einföld & létt förðun sem mig langar að deila með ykkur. 

89F8156D-9FDF-4ACC-99EC-82D39F41B7D2

Skref 1.

Becca Skin love Glow Elixir – Ljóma serum sem mér finnst fullkomið sem grunnur fyrir húðina. Veitir raka & ótrúlega fallegan ljóma! 

Skref 2.

Hyljari. Ég passa mig alltaf að eiga einn mini Nars Radiant Creamy Concealer & er hann klárlega einn af mínum uppáhalds! En ég hyl þau svæði sem mér finnst þurfa auka þekju, oftast er það aðeins undir augunum, kringum nefið & hakan.

Skref 3.

Sólarpúður. Mér finnst sólarpúður alltaf gefa andlitinu svo fallega hlýju, ég er litið fyrir það að skyggja eitthvað svakalega en ég set sólarpúðrið alltaf í þennan heilaga þrist (ennið, undir kinnbein & haka). Svo bæti ég stundum smá á augnlok líka. En ég hef verið að nota butter bronzer frá Physicians Formula, elska allt við þennan bronzer! 

CD8AACD1-B8A3-400B-938A-9B5337A4EC1A

Skref 4.

Becca Skin Love Glow Gaze Stick – ljóma stifti sem hentar bókstaflega öllum! Krem kenndur highlighter sem ég elska að dúmpa ofan á kinnbein, örlítið á enni, höku, framan á nefbein & á efrivör. En stiftið veitir ótrúlega fallegan & náttúrulegan ljóma. 

BFB567C0-5E17-47C8-A655-840FB0141D02

Skref 5. 

Maskari. Fyrir ferða sjúkling eins & mig er alltaf sniðugt að eiga mini maskara, ég hef undanfarið àr held ég alltaf átt til mini Better than sex maskarann frá Too Faced! Finnst hann algjört æði! En ég aftur á móti á nokkra fleiri frá öðrum merkjum svo sem Estée Lauder & Bobbi Brown sem ég er ótrúlega spennt að prufa! 

679751C9-67CA-45A5-9FF1-80F4D14795FB

Skref 6. 

Gloss/Varasalvi. Oftast hef ég látið varasalva duga en undanfarið hef ég verið að elska Becca Liptuitive glow glossinn, en hann aðlagast þinu ph gildi & er því mismunandi litur sem hver & einn fær þegar hann er settur á varirnar. Mínar verða svona rjóðar & sætar þannig ég hef mikið verið að nota þennan gloss síðustu vikurnar! 

30FAE19D-A0B9-4595-80EB-2B6A320DC6BA

Skref 7.

Rakasprey. Ég elska elska elska rakasprey & er það eitthvað sem allir ættu að eiga í snyrtibuddunni! Oftast hef ég kippt mini fix+ frá Mac með mér í ferðalög, en ég hef algjörlega verið húkt á fix+ lavender & coconut! Hef tekið þau með svona til skiptist, en ég kláraði eiginlega lavender spreyið úti & fór að nota coconut aftur þegar ég kom heim! En rakasprey veitir húðinni raka en blandar einnig förðunar vörunum fallega saman! 

Þetta hefur verið mín “go to” létta förðun núna í smá tíma! Ótrúlega falleg & létt sem tekur enga stund að gera, einnig finnst mér hún koma mjög vel út & fullkomin svona hversdags vinnu, skóla eða bara aðeins til að fríska uppá sig. 

DA55912D-39CC-4A00-97B2-11BE29841ABD

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s