Hvað fýlar þú fyrir haust / vetur 2018 ?
Nú þegar haustið fer að skella á þá langaði mig að gera smá færslu með þeim trendum sem ég held að eigi eftir að vera áberandi í haust/vetur! En mér finnst alltaf ótrúlega skemmtilegt að ráfa um á netinu að skoða allskonar hluti tengt tísku, förðun, hári & fleiru!
Tískan á haustin er oft mjög svipuð finnst mér, það er held ég til á hverju heimili hlý & góð kápa, ökkla há boots & mikill klæðnaður í jarðlitum! En í ár virðist sem þessi típíska haust tíska taki aðeins skref í aðra átt, þótt þetta típíska verði klárlega sjáanlegt þá held ég að við sjáum smá breytingu inná milli!
En þegar það kemur að klæðnaði þá held ég að Oversized verði mikið inn, einnig leður, hvort sem það er svart, gult eða rautt, jakki, buxur, hárskraut eða eitthvað annað.
Eitt af því sem ég er nú þegar byrjuð að sjá er hlébarðamunstrið, bæði í barna fatnaði & fyrir fullorðna, held við munum mörg eftir þeirri tísku fyrir um 10árum síðan! En mér fannst það töff þá & finnst það líka núna, nema held að hlébarðamunstrið verði ekki það eina heldur einnig fleiri dýra munstur munu gera vart við sig!
Svo til þess að fara í allt aðra átt þá kemur inn þessi klassíski hvíti látlaus i klæðnaður sem er svo poppað upp með litríkari fylgihlutum, svo sem hárskrauti, klút, veski eða belti!
Það sem mér finnst svo geðveikt að sjá er að elskulegi “Messy bun” snúðurinn mun fara sjást aðeins meira held ég! En ég er reyndar aðdáandi númer eitt af “Messy bun” & er það svona mín “go to” greiðsla dagsdaglega! En ég er viss um að það fara aðeins fleiri að vinna með snúðinn í haust.
Okei förðunin.. við munum sjá mikið af sanseruðum augnskuggum, einnig sanseruðum Smokey förðunum! Persónulega er Smokey förðun mín allra uppáhalds þannig þetta er allt að vinna vel með mér! En til þess að poppa aðeins uppá förðunina verður glimmer bestu vinur ykkar, já glimmerið er komið til að vera, allavega í smá lengri tíma! En glimmer er fullkomið t.d á augnlok, innri augnkrók, aðeins á varirnar eða á gagnaugað. Þar sem þú vilt glitra setur þú glimmer, ekki flókið ✨
En húðin aftur á móti verður látlausari (no makeup makeup), meira fókusað á undirbúning húðar svo sem húðumhirðu, krem, serum, primera & meira notað léttari farða eða lituð dagkrem! En númer eitt, tvö & þrjú er fallegur ljómi!
Til þess að gefa kinnunum smá líf þá verða ferskjutónar í kinnalitum áberandi & það verður minna um skyggingar!
En þetta er svona mín hugsun um tískuna í haust miðað við það sem ég hef rekist á á samfélagsmiðlum & netinu! Ég vona samt að allir elti sitt & haldi í sinn persónulega stíl! Það er ekkert meira töff en að vera sjálfstæður, öruggur með sig & sitt & þora brjóta strauminn! 🙌🏼💕