JULY FAVORITES

//Færslan er ekki kostuð, en störnumerktar vörur fékk ég að gjöf//

395F842D-9003-48F7-B18B-6E146D1F30B7

*Milani Bold Obsessions Augnskugga Palletta 

Ég fékk þessa fallegu augnskugga pallettu fyrir nokkrum vikum & hefur hún klárlega verið “Obsession” hjá mér síðan ég potaði í hana fyrst! Hún er ótrúlega falleg, með fallegum litum, mjög Írisar leg öll í þessum náttúru- jarðtóna litum!
Milani vörurnar færðu inná Shine.is HÉR!

Artdeco All in One Panoramic Mascara 

Þessi hefur verið minn allra uppáhalds maskari í held ég 4ár jafnvel lengur! En eg elska hann & hef áður sagt ykkur frá honum! Hann er allavega fullkominn fyrir mín augnhár og nær að lengja & þykja þau alveg eins og ég vill!
Artdeco færðu í snyrtivörudeild Hagkaups & einnig á Snyrtistofu Evu á Selfossi! 


Diesel Fuel For Life

Ég keypti mér þetta ilmvatn fyrst held ég 14-15ára & hef bókstaflega notað það síðan! Þetta er klárlega mitt uppáhalds ilmvatn & gæti ég bókstaflega hellt glasinu yfir mig mér finnst lyktin svo góð haha!
Diesel ilmvötnin færðu í Snyrtivörudeild Hagkaups! 


Mac Soft & Gentle Highlighter 

Gamli & klassíski Soft & Gentle, held að flestir kannast við þennan! Ég átti hann fyrir svolitlu síðan & um daginn ákvað ég að kaupa mér nýjan! Mér finnst hann einmitt gefa náttúrulegan ljóma, sum ljómapúður eru svo ýkt sem er auðvitað flott fyrir mörg tilefni, en fyrir meira hversdags finnst mér þessi alltaf jafn fullkominn!
Mac vörurnar fást í Mac Kringlunni & Mac Smáralind! 


Mac Lipglass Spite 

Ég elska brúntóna glossa & ákvað að prófa kaupa mér þennan! Ég hef lengi notað brúnan gloss frá Artdeco & svo rakst ég á þennan & ákvað að prufa. En hann er akkurat eins og ég vill hafa hann, creamy, glansandi & brúnn! Ég er núna síðasta eina & hálfa árið allavega miklu meira fyrir gloss heldur en varaliti!
Mac vörurnar fást í Mac Kringlunni & Mac Smáralind! 


*Origins Drink Up 10 minute mask

Þessi rakabomba finnst mér MUST á heimilið! En ég finn mikinn mun á húðinni minni eftir reglulega notkun á þessum! Hann þarf einungis að vera á húðinni í 10minútur. Þessi hentar mjög vel fyrir þurra húð, en virkar vel fyrir Normal & blandaða líka!
Origins færðu í Snyrtivörudeild Hagkaups & einnig inná beautybox.is HÉR! 


*MoroccanOil Treatment Original Olían 

Þessa elska allir sem hafa prufað! En ég & flóka lubbinn minn erum alveg dolfallin yfir þessari olíu! Ég set hana alltaf í hárið eftir sturtu eða nota til þess að hjálpa mér að greiða úr flókatrippinu mínu! Ég er með svo miklar krullur að hárið mitt er bókstaflega alltaf flókið & þá kemur sér mjög vel að eiga eitthvað mýkjandi í hárið! En olían veitir hárinu einnig fallegan gljáa, er ótrúlega nærandi & mjög meðfærilegt eftir hverja notkun!
MoroccanOil vörurnar getur þú kynnt þér betur inná Regalo.is HÉR! Einnig sérðu alla sölustaði MoroccanOil HÉR! 

A9636445-683A-47A2-8436-C087548147B2

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s