SUMAR NEGLUR
//Færslan er ekki kostuð//
Ég ákvað fyrir sumarið & fríið til útlanda i byrjun júlí að fá mér gervineglur, en mér finnst ég alltaf svo mikil extra skvísa þegar ég er með neglur! En það vildi svo skemmtilega til að hún Lísa sem geri neglur hjá Magnetic í HFJ heyrði í mér & bauð mér að koma til sín. Ég var mjög spennt & heyrði hún á hárréttum tíma í mér því þarna voru aðeins nokkrir dagar í útlanda flakkið & var ótrúlega gaman að fara út með fínar & snyrtar neglur!
En ég hef farið núna til hennar 2x og lýst mér ótrúlega vel á hana, ég hef allavega í bæði skiptin gengið út ótrúlega sátt & fín!
Ég er alltaf frekar látlaus þegar það kemur að nöglum og naglalökkum og þess háttar en við ákváðum að prufa eitthvað aðeins öðruvísi, en við settum sætan rauðtóna lit á neglurnar & kom það svo fáránlega vel út að mér finnst að ég varð að fá að deila með ykkur nokkrum myndum! Liturinn er svo sumarlegur & fallegur, ég hef held ég aldrei fengið mér neitt annað en grá, bleik, nude tóna þannig þetta er ótrúlega skemmtileg tilbreyting fyrir mig!
En ef ykkur langar eða vantar góða naglaskvísu þá fær Lísa 100% mín meðmæli! Getið kíkt á instagram reikninginn hennar HÉR & facebook síðuna hennar HÉR!
Annars langaði mig líka að benda ykkur á sumar naglalökkin frá O.P.I, en fyrir nokkrum vikum fékk ég óvænta & svo skemmtilega sumar gjöf frá O.P.I! Pakkinn innihélt 6 sæt naglalökk & allskonar skemmtilegt nammi.
Ég hef rekist á naglalökkin í öllum helstu verslunum svo sem Hagkaup & apótekum, þau eru allavega sjúklega sæt ef ykkur vantar litrík sumar naglalökk!