Mitt Uppáhalds “Möns”
Skil ekki afhverju ég er ekki búin að deila þessu með ykkur hér á blogginu, en ég hef þó nokkuð oft sýnt ykkur frá á til dæmis instagram story & fæ ég mjög oft spurningar hvar báðar vörur fást. En þetta combo hefur verið mitt uppáhald í svolítinn tíma núna! Ef ég byrja að fá mér þá bókstaflega get ég ekki hætt!
En ég er að tala um tvær vörur sem þú færð í Matvöruverslun Hagkaups. Þetta er Guacamole sem kemur alltaf nýtt & ferskt á miðvikud. & föstudögum skilst mér & síðan er það Simply Sprouted Way Better Simply Spicy Corn Tortilla Chips! Þetta tvennt saman er það allta besta, mæli með að smakka ef þú hefur ekki smakkað þetta saman nú þegar❣️