APRIL FAVORITES

April FAVORITES

//Færslan er ekki kostuð en *Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf//

3C864C92-3E44-4BFD-98A4-03890EC9A074

1. Origins Ginzing Energy-Boosting gel moisturizer
Algjör rakaBOMBA fyrir húðina! Mjög létt gel sem hentar vel minni blönduðu húð. Persónulega finnst mér betra að nota það bara á morgnanna þótt það megi auðvitað nota það bæði kvölds og morgna! En það er svo frískandi & vekur húðina klárlega upp með smá kælandi áhrifum þannig það hentar mér vel að nota það á morgnanna til þess að fá smá frískleika! Origins vörurnar færðu til dæmis í snyrtivörudeild Hagkaups & inná beautybox.is HÉR.

2. Mac Cosmetics Powder Blush – Prism
Ótrúlega fallegur brúntóna kinnalitur, en þrátt fyrir að vera frekar brúnn þá gefur hann fallegan bleikan lit! Mac færðu í bæði Kringlunni & Smáralind!

*3. Artdeco 3in1 makeup fixing spray
Ég hef notað þetta sprey lengi & er þetta held ég sprey númer 3 eða 4! En ég fékk nýtt fyrir nokkrum vikum & man ég klárlega afhverju ég keypti mér það alltaf aftur & aftur! En Artdeco vörurnar eru á ótrúlega góðu verði, þar á meðal þetta sprey! En það hefur þrjá eiginleika: Getur verið notað sem “primer”, veitir raka & er frískandi hvenær sem er yfir daginn & hjálpar að setja farðann & halda honum lengur á! Ps. Lyktin er líka ótrúlega góð finnst mér! Artdeco færðu í Snyrtivörudeild Hagkaups & fyrir ykkur á Suðurlandi (Selfossi) fást Artdeco vörurnar á Snyrtistofu Evu Selfossi! 

4. Peter Thomas Roth Cucumber Gel Mask
Ótrúlega frískandi & kælandi gel maski! Veitir húðinni smá “detox” & góðan raka! Persónulega finnst mér ótrúlega þæginlegt að nota þennan fyrripart dags eða á morgnanna ef ég hef tíma! En maskinn er svo frískandi að mér finnst ég vakna upp við að nota hann & þess vegna nota ég hann persónulega á morgnanna eða fyrripartinn heldur en á kvöldin. Peter Thomas Roth vörurnar fást held ég alveg örugglega ekki á Íslandi, en þú færð þær til dæmis í Sephora & inná selfridges.com HÉR.

*5. Jessup Brushes RoseGold – 104 / Buffer
Ég fékk þennan bursta úr 10pcs Pearl White & Rose Gold burstasettinu. Þessi bursta sett eru á fáránlega góðu verði & eru þessir burstar klárlega orðinir einir af mínum uppáhalds! En akkurat þessi bursti (104) elska ég að nota í farða & finnst mér hann vinna vel með öllum förðum sem ég hef prófað hann með! Jessup burstana færðu inná Shine.is HÉR.

6. The Body Shop C vitamin Daily Glow cleansing polish
Þessi anslitsskrúbbur er ÆÐI! Hann er fyrir þreytta, líflausa húð & hefur það klárlega átt að hluta til við mína húð! En skrúbburinn er með frekar léttum kornum & eins og nafnið gefur til kynna þá má nota hann daglega. Auðvitað þurfa allir að finna hvað sín húð þolir en mín húð þolir þennan daglega! Samt sem áður nota ég hann kannski sirka 4-6x í viku & hefur það verið að virka vel fyrir mig! The Body Shop fæst í Smáralind & Kringlunni.

*7. Rimmel Insta duo contour stick – Light
Ég hef ekki verið mikið að nota krem skyggingar en þessi er klárlega að heilla mig! Hann er sjúklega mjúkur & þornar ekki strax þannig maður hefur smá tíma til þess að blanda hann út! Skyggingin verður ótrúlega náttúruleg & kemur mjög fallega út, ekki of mikið og ekki of lítið! Rimmel fæst í snyrtivörudeild Hagkaups & öllum helstu Apótekum.

*8. Touch in Sol Shadow duo – Talia
Ótrúlega fallegur krem kenndur augnskuggi & glimmer. Mjög fallegir saman & í sitthvoru lagi! Persónulega elska ég að nota þetta í BEAUTY förðun & finnst mér það koma mjög vel út hvort sem ég nota einungis kremkennda augnskuggann eða bæði augnskuggann & glimmerið yfir! Það eru til nokkrir litir & var ég einmitt að fá nýjan (ida) sem ég er ótrúlega spennt að prufa! Touch in Sol vörurnar færðu inná Shine.is HÉR.

8DC10C79-84DC-48A6-81D1-AA7C2EFFD7AA

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s