Hvaða hárvörur ert þú að nota?

SILVER

//Færslan er ekki kostuð, en vörurnar fékk ég að gjöf//

Hey þið ljóskur þarna úti…

Mig langaði að segja ykkur aðeins frá minni ljósku hárumhirðu! En ég er sem sagt með ótrúlega sterkan gylltan undirtón í hárinu & verður því ljósa hárið mitt mjög fljótt gyllt!
Persónulega finnst mér örlítið fallegra á mér þegar það er kaldur undirtónn & ég þarf því að vera dugleg að nota “ljósku” hárvörur til þess að halda þessum kaldatón sem lengst!

En vörurnar sem ég hef verið að nota undanfarnar vikur er SILVER línan frá Maria Nila. Ég nota sem sagt sjampó, litanæringu & hárnæringu.

 

Til þess að segja ykkur örlítið frá SILVER línunni þá innihalda vörurnar fjólublá litakorn og brómberjakraft sem minnka gyllta tóna í ljósu hári og styrkja hárið um leið og það fær fallegan gljáa.

B094CAE7-7D0A-4100-947F-A00C9832D558

SHEER SILVER SHAMPOO:
Sjampó fyrir ljóst hár, laust við súlfat og paraben.

522A5F30-AAF2-42A9-874F-794ED2092AC8

SHEER SILVER CONDITIONING:
Hárnæring fyrir ljóst hár, sem mýkir, veitir raka og styrkir byggingu hársins.

6438BEBF-5CEF-489E-85A1-C7749F95F758

PEARL SILVER 0.20:
Maria Nila Colour Refresh er nærandi maski með litaögnum sem fríska upp hárlitinn þinn á skömmum tíma. Pearl Silver vinnur gegn gulum lit í hárinu.
Notkun: Berið í nýþvegið, handklæðaþurrt hár. Dreifið kreminu í hárið með því að nota greiðu eða fingurna. Láttu liggja í hárinu í þrjár til tíu mínútur, allt eftir því hversu djúpan lit þú vilt. Hreinsið og fylgið eftir með hárnæringu.

Tips: Maskinn er næring og því öflugastur í mjög ljósu – aflituðu hári.

En þessar vörur hafa komið sér ótrúlega vel fyrir ljósku Írisi & finnst mér þær klárlega hjálpa að koma í veg fyrir að gylltu tónarnir komi strax í nýlitað ljósku hár!

Getur kíkt & lesið nánar um vörurnar HÉR!
Svo finnur þú sölustaði Maria Nila HÉR.

8DC10C79-84DC-48A6-81D1-AA7C2EFFD7AA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s