Húðumhirðu & Förðunar námskeiðið mitt!

Húðumhirðu & Förðunar Námskeið

 

Eins & mörg ykkar vita þá hélt ég húðumhirðu & förðunar námskeið 19. apríl! Þetta var ótrúlega skemmtilegt & gekk svo vel að mig langaði að segja ykkur örlítið frá!

En á námskeiðinu fórum við yfir húðumhirðu & mikilvægi þess að hugsa vel um húðina sína. Einnig farðaði ég tvær farðanir & ákvað ég að sýna þeim klassíska BEAUTY förðun & Smokey förðun! Ég talaði í gegnum alla förðunina & sagði þeim frá mínum ráðum & ráðleggingum. Við vorum 4 tíma saman, sem sagt frá 17:00 til 21:00 & var þetta sjúklega skemmtilegt & fljótt að líða!

 

 

 

Þetta fyrsta námskeið ákvað ég að hafa mjög persónulegt & komust því færri að en vildu! En engar áhyggjur fyrst þetta gekk svona ofboðslega vel þá stefni ég á að halda annað svipað námskeið í haust!

En ég fékk auðvitað hjálp við námskeiðið & langar mig að þakka þeim sem hjálpuðu & styrktu mig! Heildsalan Artica gaf veglegar lúxus prufur (mini stærð af vörum sem duga í góðan tíma) í Gjafapokann. Shine.is veitti mér flottan afslátt af Jessup 6stk augnburstasetti sem allar fengu & ásamt því gaf hún mér “sheet mask” & lúxus prufu af andlitsprimer fyrir allar.
Heildsalan Ölgerðin sem er með augnháramerkið EYLURE var svo æðisleg að gefa mér mín uppáhalds augnhár í gjafapokana. Snyrtivörumerkið Artdeco sá um að stelpurnar væru með skrifblokkir til þess að glósa í, ásamt því fengu þær lúxus prufu af maskara frá Artdeco. Shine.is sá einnig um pokana fyrir gjafirnar & var því gjafapokinn merktur shine.is.

 

 

 

Gjafapokinn innihélt:
1. Whitening Diamond sheet mask *full size (shine.is)
2. Touch in Sol No Problem Primer *lúxus prufa (shine.is)
3. Jessup 6stk augnburstasett *full size (shine.is)
4. Clinique Even better Glow Farði *lúxus prufa (Artica)
5. Clinique Rinse-off Foaming Cleanser *lúxus prufa (Artica)
6. Clinique Take the day off makeup remover *lúxus prufa (Artica)
7. Clinique Moisture Surge rakakrem *lúxus prufa (Artica)
8. Clinique High impact mascara *lúxus prufa (Artica)
9. Rimmel Stay Matte liquid lipstick *full size (Artica)
10. Rimmel Lasting finish farði *lúxus prufa (Artica)
11. Rimmel Stay Matte Primer *lúxus prufa (Artica)
12. Artdeco All in one mascara *lúxus prufa (Artdeco)
13. Eylure lashes Gerviaugnhár nr 117 *full size (Ölgerðin)

 

Mig langaði samt einnig að hafa gjafapokana merkta mér & pantaði ég mér því límmiða inná labelyourself.is það tók einungis nokkra daga að koma til landsins, en þeir eru held ég alveg örugglega gerðir í Danmörku ef ég skildi þetta rétt.

 

Ég lét glósur fylgja með námskeiðinu, þá aðallega um húðumhirðu, en nokkur góð förðunarráð fylgdu með. En ég nýtti mér pixlar.is til þess að búa til lítið glósuhefti & var það sömuleiðis tilbúið á sirka 2 dögum. Ótrúlega góð þjónusta, flott verð & var ég mjög sátt með útkomuna.

En til þess að fá smá innsýn á hvernig húðgerð stelpurnar voru með þá var ég búin að útbúa húðgreiningarblað sem þær fylltu út. En ég bjó það til með blað úr snyrtifræði náminu til hliðar. Það gekk mun betur að ráðleggja um húðumhirðu þegar ég vissi aðeins hvernig húð stelpurnar voru með. En þær fóru ekki bara heim með glósur um húðumhirðu heldur bjó ég til skref fyrir skref lista hvernig þær ættu að hugsa um húðina sína, bæði kvölds & morgna sem og ef það ætti að djúphreinsa eða nota maska.

 

 

 

Stelpurnar fengu svo diplóma í lok námskeiðs (ég lét Prentverk Á Selfossi prenta diplómurnar út. En ég var búin að græja útlitið á þeim & þurfti bara fínan þykkan pappír & prentun. Var mjög sátt með útkomuna & verðið flott!
En mér sýndist á öllum að allar væru glaðar & kátar með þessa kvöldstund sem skiptir öllu máli❣️

19208735-9BB4-4218-938F-C82C6F2A3428

Mig hlakkar mikið til að skipuleggja næsta námskeið & eins og ég sagði hér ofar að þá er stefnan sett á annað svipað námskeið í haust!

 

Takk þið öll sem styrktu námskeiðið, þið sem hjálpuðu til, þið sem komuð á námskeiðið & svo á mamma klárlega eitt stórt takk skilið! Stórt takk á módelin mín tvö fyrir að hafa gefið sér heila kvöldstund í þetta! Bara TAKK allir fyrir hjálpina 💖

Knús

8DC10C79-84DC-48A6-81D1-AA7C2EFFD7AA

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s