CHANEL VS LINDEX
Ókei þið ættuð að vera farin að kannast við þessar færslur mínar, ég elska þennan lið minn eins og þið kannski vitið!
En ég var á smá búðarrölti núna um daginn & tók léttan hring í öllum mínum uppáhalds verslunum! Ég var ekki lengi að koma auga á eitt ótrúlega fallegt veski! Já ég elska að skoða & kaupa fylgihluti, aftur á móti keypti ég mér ekki veskið í þetta skipti, en það er klárlega á mínum lista núna!
Veskið er svart með fallegum “detail-um” & minnti það mig ótrúlega mikið á vissa týpu af Chanel veskjunum! Þau eru ótrúlega svipuð & alveg sami stíll yfir þeim finnst mér.
Ég allavega elska að finna fallega fylgihluti sem eru á góðu & viðráðanlegu verði! Það geta ekkert allir leyft sér að kaupa þessar dýru merkjavörur, held að flest allir þyrftu að safna sér vel & lengi fyrir til dæmis einu veski! Þannig afhverju ekki að kaupa sér veski í svipuðum stíl, miklu ódýrara & hagkvæmara!
Ég skil samt auðvitað þessa löngun að vilja eiga eitthvað af þessum merkjavörum þá sérstaklega því þetta er í bullandi tísku núna & sér maður nánast þriðja hvern ungling í Smáralindinni með Gucci, YSL, LV eða Chanel fylgihluti! Persónulega finnst mér það svo langt frá því að vera eðlilegt, en það er nú bara mitt álit!
En þið sem elskið fallega fylgihluti, þá verðið þið að kíkja á þetta veski! Það er ótrúlega fallegt. Það er aftur á móti ekki inná lindex.is en ég sá það í Lindex Smáralind fyrir ykkur sem eigið leið þangað❣️