HLAUPAHJÓL FYRIR ÞAU MINNSTU!

Hlaupahjól fyrir litlu krílin!

//færslan er ekki kostuð//

Andrés Elí fékk ÆÐISLEGA sumargjöf frá Ömmu Eygló & Halla afa um daginn sem ég verð að segja ykkur smá frá!

Ég & Mamma (amma Eygló) sáum sem sagt út í Barcelona í Nóvember 2017 litla stelpu á hlaupahjóli með tveimur dekkjum að framan & síðan þá höfum við mæðgur verið á fullu að leita af eitthverju svipuðu fyrir Andrés Elí.
Mér fannst þetta svo mikil snilld & sá ég alveg fyrir mér litla gorminn minn á fleygi ferð á einu svona!

En mamma mín rakst sem sagt á þetta æðislega hlaupahjól í Stúdíó Sport sem er verslun á Selfossi, staðsett á Austurvegi 11.
En hjólið getur verið venjulegt standandi hlaupahjól & það er einnig hægt að snúa stönginni þannig að það komi sæti fyrir krílin & þá er fært stýrið/haldfangið með mjög auðveldum hætti!

Hlaupahjólið kostar 13.990kr!

Andrés Elí var mjög ánægður með þetta & eyddi hann góðum tíma að skoða & prófa sig áfram! Eftir smá stund verður hann klárlega farinn að rúlla sér um útum allt!

//Á þessu videó-i & einnig á myndunum var alltaf eitthver tilbúin að grípa hann ef hann hefði dottið eða eitthvað gerst. Auðvitað mun hann alltaf vera með viðeigandi öryggisbúnað þegar hann fer á hlaupahjólið. En þegar við leikum svona rétt inni þá er alltaf eitthver tilbúin & heldur í hann//

En ég mæli klárlega með að heyra í þeim í Stúdíó Sport til að fá 100% upplýsingar. Eins og ég tók fram þá keypti mamma mín þetta fyrir barnabarnið sitt & ég var því ekki á staðnum. En hlaupahjólið heillar mig mikið & veit ég að þetta hentar mínum strák mjög vel! 

Það var svo bent mér á það að hlaupahjólið fæst líka í Sportvörum, sem er staðsett í Bæjarlind 1-3, Kópavogi. En þú getur kíkt á heimasíðu þeirra HÉR.

Getur kíkt HÉR á Facebook síðu Stúdíó Sport!

8DC10C79-84DC-48A6-81D1-AA7C2EFFD7AA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s