NÝJUNG: Look Good Feel Better

C4DD1936-1F8F-4786-9DB7-97B907861C10

Um daginn fékk ég þessa nýju förðunarbursta að gjöf, en mér finnst þessi nýjung ótrúlega spennandi & langaði mig ótrúlega að segja ykkur aðeins frá þessu nýja merki á Íslandi í samstarfi við look good feel better.

77697DCE-747A-4034-BF6F-F33192C42581C2E94C61-F0A0-44D4-8B77-200CEC77F9093AA2FA5F-F176-48BA-B692-382F52416F28CAD124DD-53B8-48BB-BEC0-0F2CFAC7C769

Eins & þið sjáið er flott úrval í boði & allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. En ég fékk nokkra bursta & svampa & hef svona verið að prófa mig aðeins áfram með þá!

En það sem heillar mig við þetta merki er að hluti ágóða fer í krabbameinsrannsóknir. Mér finnst það ótrúlega flott framtak!
Annars eru burstarnir sjúklega mjúkir & þeir sem ég hef prófað fá klárlega mín meðmæli!

Þetta nýja merki á Íslandi kemur frá Nordica Collection & getur þú nálgast burstana HÉR inná heimkaup.is

AAF72BDF-A2A6-4FC1-A342-93E9DE458932.jpeg

Blush Brush
Look Good Feel Better Kinnalitaburstinn er handgerður bursti sem hentar fullkomlega bæði fyrir kinnalit sem og skyggingu og highlight. Burstinn grípur förðunarvöruna vel og dreifir vel úr henni á húðinni.
Ég persónulega er búin að vera nota hann í skyggingu / sólarpúður & finnst mér hann henta fullkomnlega í það!

3DC1D998-6B75-4F7D-90D7-B6F368AFB129

Flawless Complexion Sponge
Look Good Feel Better Förðunarsvampurinn er fjölnota förðunarsvampur hannaður með þægindi í huga.
Hann er bæði rúnaður sem og með góðum mjóum oddi sem hentar vel til að ná til erfiðara svæða. Svampurinn gefur góða þekju og fallega áferð.
Ég fýla þennan mjög vel! Ég átti svipaðan frá Morphe sem týndist & elskaði ég hann, þannig það var mikil gleði að finna annan sem er nánast alveg eins! En ég elska að nota svampa til þess að bera á farða & hyljara!

4E34F2DC-F9A9-420D-B892-51C5F52DFD80

Foam Applicator Wand
Look Good Feel Better bursta svampurinn er hannaður og mótaður sérstaklega með bæði flata hlið sem og mjóan odd til að gefa þér fullkomið tól til notkunar með hvaða farða sem er. Svampburstinn dreifir vel úr vörunni á andlitið og hentar einnig fyrir hyljara. Burstan má nota á stór og smá svæði fyrir hina fullkomnu þekju og áferð.
Ég ef enn ekki prufað þennan, en er mjög spennt fyrir þessari vöru! Enda hef ég ekki prófað neitt svipað þessu áður!

7E2936EF-2CED-4207-887D-72D85B8C2D2B

Flawless Foundation Duo Sett
Look Good Feel Better Tvöfalda farðasettið gefur þér nákvæmlega það sem þú þarft til að skapa fullkomin grunn undir allar farðanir.
Burstarnir henta með öllum förðum og hyljurum og skilja eftir sig lítalausa áferð og fallega þekju.
Settinu fylgir taska sem verndar burstana þegar þú ert á ferðinni.
Innihald:
* Taska
* Skáskorinn farðabursti
* Fjöltrefja farðaburstinn

Ég er ekki alltaf í stuði fyrir svampana & þá er fullkomið að eiga góða bursta fyrir grunninn! Ég hef notað þessa í hyljara, setting púður, farða, krem & primer og finnst mér þeir henta vel í þetta allt saman. Svo er það bara persónubundið hvernig maður notar burstana, það eru engar reglur & finnst mér að hver & einn eigi að prufa sig áfram. Þótt Burstinn sé titlaður farða bursti þá er samt hægt að nota hann í hvað sem hentar þér best!

279FB063-8FB0-4D5F-B9EC-F87E50E6C87A

Sculpting Sponge
Look Good Feel Better Mótunarsvampurinn er hannaður sérstaklega með tveimur flötum hliðum og rúnaðri hið. Mitt á milli flötuhliðanna er síðan frábær mjór oddur sem er nauðsynlegur til að ná til allra litlu svæðanna.
Svampurinn er því frábær til þess að setja farða,skyggja og móta andlitið eins og þú vilt.
Þessi hefur hentað mér best í farða & þá einmitt að ná líka á erfiðu svæðin, svo sem meðfram nefinu!

En þessir förðunarburstar heilla mig mikið & hlakkar mig til að prófa mig betur áfram með þá, einnig eru þeir á flottu verði sem er alltaf góður kostur finnst mér! En þið getið kíkt á heimasíðu LGFB HÉR. Facebook síðuna þeirra finnur þú HÉR.

8DC10C79-84DC-48A6-81D1-AA7C2EFFD7AA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s