NEW IN: Sephora

NEW IN: Sephora

Það kom glaðningur heim með Mömmu & Pabba sem voru útí Barcelona hjá systur minni um daginn. En fyrir svona snyrtivöru sjúkling eins & mig þá er alltaf gaman þegar það bætist í safnið!

En það sem kom heim með þeim var 👇🏼

Origins Ginzing energy-boosting gel mousturizer
Mig hefur svo lengi langað að prufa þetta krem & er ég mjög spennt fyrir að vera komin með það í hendurnar! Ég hef verið að nota aðeins húðvörurnar frá Origins & hef ég bara góða reynslu af því þannig mig hlakkar til að prófa þetta krem!

Origins vörurnar færðu til dæmis í snyrtivörudeild Hagkaup, Apótekum, inná beautybox.is. Kíktu á vöruna HÉR !

NARS Radiant Creamy Concealer – Vanilla
Ég elska þennan hyljara!! Hann er klárlega minn allra uppáhalds, allavega akkurat núna! En ég hef notað þennan hyljara í nokkra mánuði & var komin timi á að kaupa nýjan!

Nars vörurnar fást því miður ekki á Íslandi, en þú færð þær til dæmis í öllum Sephora verslunum, inná selfridges.com & kissandmakeupny.com. Getur kíkt á vöruna HÉR!

BECCA Aqua Luminous Perfecting Foundation – Fair
Mig hefur langað að prufa þennan farða alveg síðan ég prófaði Ultimate Coverage farðann, en hann hentaði mér allsekki! En þessi er mun meira “dewy” & léttari þannig ég er mjög spennt að prufa hann! Annars elska ég becca vörurnar þá sérstaklega ljómapúðrin & primer-ana.

Becca vörurnar færðu í snyrtivörudeild Hagkaup, Lyf&Heilsu Kringlunni! 

Dr. Jart+ Rubber Hydro Mask Shake&Shot
Þetta er gúmmífletti maski & eru þeir alltaf frekar skemmtilegir & af minni reynslu mjög áhrifa miklir! En ég hef aldrei prófað akkurat þennan þannig það verður skemmtilegt að prufa! En gúmmí fletti maskar virka eins og “peel-off” maskar nema áferðin verður gúmmí kennd & þykkari en á “peel-off” maska!

Dr. Jart+ Færðu í Sephora verslunum & til dæmis inná selfridges.com. Kíktu á maskann HÉR!

1B8A5C97-D720-4384-AA09-C728CE28A8A9083D4D57-DEC2-42D1-A7B7-B39DCDB7525C974A2CF0-A006-49A7-8487-B5630E68C72A

Too Faced Chocalate Bar Palette
Það hafa margir talað um þessa, margir sem elska hana & margir eiga hana! En mig hefur alltaf langað að eignast þessa, enda fullkomnir litir í þessari augnskugga pallettu! Ég er buin að eiga sweet peach pallettuna í dálítinn tíma nuna & elska ég hana, þannig ég veit allavega að ég fýla too faced augnskuggana. Er mjög spennt að þessi sé loksin orðin mín!

Too Faced vörurnar fást ekki á Íslandi, en þú færð þær í öllum Sephora verslunum, á mörgum flugvöllum & inná selfridges.com. Kíktu á pallettuna HÉR!

D2BCFBEF-D1C2-4091-BDE8-47C9E58B752F4F5A9E06-FAB3-4A19-8D84-5CCDA79272E1DFB7F4A3-E171-4F4B-986E-95EF49BDB033

Too Faced Chocolate Gold Palette
Þessi er alveg ný fyrir mér, allavega hef ég ekki rekist á þessa í síðustu utanlandsferðum! En þetta er svona Next level útgáfa af venjulega chocolate bar pallettunni. Litirnir eru sjúkir! Fáránlega fallegir & flestir eru sanseraðir! Það verður sjúklega gaman að prófa sig áfram með þessa!

Too Faced vörurnar færðu til dæmis inná selfridges.com. Kíktu á pallettuna HÉR!

8DC10C79-84DC-48A6-81D1-AA7C2EFFD7AA

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s