AÐ ELSKA SJÁLFAN SIG!

SELF LOVE

Ég hef áður skrifað færslu sem BRÉF TIL MÍN þegar ég var yngri. Í þeirri færslu fór ég útí svipaða umræðu, en þetta er eitthvað sem má algjörlega fjalla um oftar en einu sinni enda er ekkert mikilvægara en sambandið við sjálfan sig! Hvernig kemur þú fram við þig? 

Ég held að allir getið tekið þessa setningu til sín, “að læra elska sjálfan sig skilirðislaust!” 

Í dag er “self Love” mikið á vörum allra sem mér finnst ótrúlega jákvætt. Það er mikilvægt að elska sjálfan sig & eftir því sem ég eldist finn ég hvað ég þarf að temja hugann minn í þessa átt. Núna í dag er ég þyngri en ég er vön að vera & með slit eftir meðgöngu en ég held ég hafi samt aldrei áður verið jafn meðvituð um það þegar ég hugsa niður til mín, ég veit það er rangt, ég veit ég á ekki að hugsa svona til mín! En um daginn fór ég að hugsa til baka, en fyrir um 2-3 árum, eða árið áður en ég varð ólétt sirka var ég í mínu besta formi en það breytti engu ég var alltaf að bera mig saman við eitthvern, þessi er svo miklu flottari en ég, þessi er með miklu flottari rass, þessi er… þessi er… þessi er… það voru sem sagt alltaf allir aðrir miklu betri & flottari, ég gat allavega alltaf fundið eitthvað að mér! 

Ég hugsaði með mér um daginn, fyrst ég gat ekki verið sátt með mig þarna, þá þarf ég virkilega að taka til i höfðinu á mér! Í dag reyni ég að hugsa eingöngu jákvæðar hugsanir til mín, auðvitað á maður verri daga, eins og kemur fyrir alla! En þá er aðal málið að rífa sig upp & halda áfram, ekki leyfa sér að festast í þessum niðrandi hugsunum! Við erum alltaf hörðust við okkur sjálf & segjum hluti við okkur sem við myndum ALDREI segja við vinkonu/vin!

Já ég er með eitthver aukakíló, já ég er með slit en gerir það mig að verri manneskju? NEI! Ég er að reyna temja með mér þá hugsun að ef ég ætla eitthvern timan að vera hamingjusöm með sjálfan mig þá þarf ég að byrja NÚNA! Ég þarf að læra elska mig nákvæmlega eins og ég er núna! Það skiptir ekki máli hvernig ég var fyrir 3 árum, hvar ég verð eða hvernig ég verð eftir ár eða tvö, það sem skiptir máli er NÚNA því ef ég elska mig ekki í því formi, standi sem ég er í í dag þá mun ég aldrei gera það! 

Það að vera heilbrigður einstaklingur er svo allt annað en að vera í þrusu formi með “six-pack”. Það er mikilvægt að vita að Lífið snýst um svo miklu meira en hver er með flottasta rassinn eða flatasta magann! 

Ég hef reynt núna árið 2018 að vera duglegri að hugsa til mín á jákvæðan hátt, ég er komin langa leið en á fullt eftir líka! Elskum okkur nákvæmlega eins og við erum núna, í öllum stærðum & gerðum! Að temja sér jákvæðan hugsunarhátt mun koma okkur miklu lengra en neikvæður! 

Verum góð við okkur sjálf & auðvitað hvort annað 💖

A9636445-683A-47A2-8436-C087548147B2

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s