BECCA SKIN LOVE


NEW IN: BECCA COSMETICS

 


//Færslan er ekki kostuð, en vörurnar fékk ég að gjöf//

 

IMG_1494

Ég fékk ótrúlega skemmtilegan & spennandi pakka um daginn að ég varð að deila honum með ykkur!

En vörurnar sem ég ætla skrifa um eru frá Becca Cosmetics & hefur merkið verið mikið á yfirborðinu undanfarna mánuði! Allavega finnst mér þau alltaf koma með eitthvað klikkað á markað & ég er alltaf að bilast úr spennu yfir öllum þessum nýjungum!

Fyrsta varan sem ég ætla segja ykkur frá er Becca Skin Love Glow Elixir. En þetta er ljóma serum sem þú getur notað á morgnanna á hreint andlitið, einnig mjög fallegt að nota fyrir primer & farða. Serumið gefur ótrúlega fallegan ljóma ásamt því verður húðin silkimjúk! Einnig veitir það raka, hefur birtandi áhrif & er nærandi.

Kíktu & lestu nánar um vöruna HÉR!

 

IMG_1483

Næsta vara er Becca Skin Love Glow Glaze Stick. Þetta er ljóma stifti sem hentar bókstaflega öllum & það gefur ótrúlega fallegan náttúrulegan ljóma! Það er hægt að nota stiftið í hvað sem þér dettur í hug, til dæmis á varirnar, sem augnskugga eða fyrir ljóma á þau svæði sem þú vilt að “poppi”

Kíktu & lestu nánar um vöruna HÉR!

 

IMG_1474

Síðast en allsekki síst er vara sem er reyndar ekki í nýju Skin Love línunni hjá Becca en ég er búin að vera nota þessa vöru svo mikið undanfarið að ég varð að leyfa henni að fylgja með! En þetta er Liptuitive Glow Gloss, en þetta er ekki þessi hefðbundni gloss heldur er þetta glær gloss sem aðlagast þínu Ph gildi í vörunum og verður að fallegum lit! Þannig þetta verður alltaf einstakur gloss sem breytist í lit eftir þínu ph gildi. Mér finnst þetta ótrúlega skemmtileg vara & gaman að sjá sinn lit, en á mér verður þetta smá svona rauðtóna & varirnar virka mjög djúsí að mér finnst! Glossinn er einnig rakagefandi & er því ekki að þurrka varirnar, sem hentar mér einstaklega vel því ég á það til að vera með svolítið þurrar varir!

En kíktu & skoðaðu vöruna nánar HÉR!

 

IMG_1487

Ég hef mikið verið að nota allar þessar þrjár vörur undanfarið & langaði þess vegna að segja ykkur frá þeim! En mitt svona “go to makeup look” hefur verið sjúklega einfalt, enda hef ég ekki mikið verið að mála mig undanfarna daga. En ég nota sem sagt ljóma serumið, síðan hyljara á þau svæði sem mér finnst þurfa að hverju sinni, smá sólarpúður, síðan ljóma stiftið sem veitir ótrúlega fallegan náttúrulegan ljóma, maskari & síðan Liptuitive ljóma glossinn! Þessi létta förðun er klárlega mín “go to” förðun þessa dagana, ekki of mikið en samt sem áður gefur mömmunni mér frísklegt útlit ❤

Becca vörurnar færðu í Snyrtivörudeild Hagkaups & inná Fotia.is. Annars veit ég að Skin Love línan er allavega mætt í Lyf&Heilsu Glerártorgi & Kringlunni! 

DA55912D-39CC-4A00-97B2-11BE29841ABD

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s