Síðustu Dagar..

Síðustu dagar..

 

Við fjölskyldan ákváðum að skella okkur norður á Siglufjörð yfir helgina & náðum við langri helgi í dekri hjá tengdó!

Það er alltaf gott að koma á Sigló & er það eitthvern vegin svo slakandi & endurnærandi að skella sér í göngutúra, ræktina, í besta bakarí landsins & já ég get haldið endalaust áfram held ég!

3B5CE54D-5535-4B6B-8AC9-ACBBCA0381E8

En þrátt fyrir mikla slökun & notaleg heit þá nýtti ég helgina einnig að undirbúa Húðumhirðu & Förðunar námskeiðið mitt sem ég verð með á Selfossi þann 19. apríl. Ég er ótrúlega spennt fyrir þessu & gengur undirbúningurinn sjúklega vel! Ég er að fá hjálp frá mörgum aðilum sem ég mun segja ykkur frá þegar allt er 100% klappað & klárt! En það er alltaf smá stúss í kringum svona & því nauðsynlegt að fara skipulögð inní næstu viku! Mig langar líka að gera þetta flott & vel. Það má segja að ég sé að fara “all in” í þetta námskeið & get ég því ekki beðið eftir að taka á móti þessum stelpum/konum sem munu koma á námskeiðið!

Ég lofa ég mun leyfa ykkur að fylgjast með & segja ykkur frá öllu 💖

 

En helgin fór ekki bara í slökun, skipulag & undirbúning heldur náðum við Magnús að skella okkur á smá date & varð Sigló Hótel fyrir valinu. Ég hef áður hrósað Sigló Hótel fyrir allt saman, & í þetta skipti ákvað ég að prufa annan aðalrétt heldur en síðast & viti menn þetta var fullkomin máltíð! Það er svo notalegt að sitja þarna með útsýni yfir sjóinn, höfnina, bátana & litríku veitingastaðina Rauðku & Hannes Boy! Ef þú ert fyrir norðan þá mæli ég hiklaust með að panta sér borð á Sigló Hótel! En til þess að nefna það líka þá er sjúklega kósý “setustofa” með arin, sófum, spilum & þvílíkt fallegu útsýni sem gerir það svo notalegt að sötra einn drykk, hvort sem það sé fordrykkur eða bara hvaða drykkur sem er!

En helgin var sem sagt ekkert nema notalegheit & þótt mig langi ekkert ofboðslega mikið suður strax þá er ég samt sjúklega spennt fyrir komandi viku 💕

Knús….

8DC10C79-84DC-48A6-81D1-AA7C2EFFD7AA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s