March FAVORITES
//Færslan er ekki kostuð, en *stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf//
Becca Aqua Luminous perfecting foundation
Ég keypti mér þennan farða fyrir nokkrum vikum síðan & frá fyrstu notkun fann ég að hann hentar mér vel! Áferðin er sjúklega falleg & endingin góð! Eina sem ég gæti mögulega sett útá er því ég get verið með smá olíukennda húð & því kemur smá fituglans á húðina eftir nokkra tíma með farðan á. En ég tók eftir því að ef ég nota mattan primer undir þá kemur ekki eins mikill glans & sama ef ég blanda þessum farða við einn af mínum uppáhalds Nars Sheer Glow þá kemur hann sjúklega fallega út! En farðinn er mikið “dewy” & “glowie” og mér finnst það töluvert fallegri farði heldur en alveg mattir!
Becca Vörurnar færðu í snyrtivörudeild Hagkaups & t.d lyf&heilsu Kringlunni!
Too Faced Better then sex mascara
Ég held ég eigi án djóks 3stk af þessum! En hann fylgdi með nokkrum pallettum sem mamma gaf mér fyrir svolitlu síðan & var ég fyrst að prufa hann almennilega núna í mars! En ég á mér einn allra uppáhalds maskara sem er frá Artdeco & heitir All in One Panoramic mascara, hann er guðsgjöf fyrir augnhárin mín allavega hehe 🙌🏼
En better then sex maskarinn er ótrúlega svipaður & maskara greiðan nánast eins & á Artdeco maskaranum! Mæli mikið með báðum þessum möskurum, en núna skil ég klárlega þetta æði fyrir þessum maskara frá Too Faced!
Too Faced vörurnar fást því miður ekki á Íslandi. En þú getur nálgast þær til dæmis inná selfridges.com HÉR!
Artdeco HYDRA lip booster 32
Ég hef talað um þennan áður við ykkur en ég týndi mínum “go to” gloss fyrir svolitlu síðan & fór ég þá að grípa aftur í þennan & man nú afhverju ég var ALLTAF með hann, hvort sem það var hversdags eða fínt! Hann þurrkar ekki varirnar & er ótrúlega fallega brúnn. Þessi ætti að vera til í öllum snyrtibuddum hehe 💋
Artdeco vörurnar færðu í snyrtivörudeild Hagkaup & til dæmis á Snyrtistofu Evu Selfossi!
*Origins three part Harmony day/night eye cream
Fyrir ykkur sem eruð komin yfir 25 ára aldurinn þá er þetta augnkrem sem þú ættir að prufa! Vá hvað ég elska það mikið & finnst mér stór kostur að augnkremið se tvískipt fyrir nóttina & daginn! En dagkremið er létt, olíulaust, endurnýjandi & hjálpar því að vinna á fínum línum & öldrun húðar. Hefur lyftandi & birtandi áhrif ásamt því að hjálpa farða/hyljara að haldast á sínum stað!
Kvöldkremið er feitara, mjög nærandi & vinnur vel á fínum línum & öldrun húðar yfir nóttina. Þú vaknar með endurnært augnsvæði!
*Origins three part Harmony tri-phase essence lotion
Þetta silkimjúka andlitsvatn hefur þrjá yndislega eiginleika! Það hefur endurnýjandi áhrif, rakagefandi & hjálpar húðinni að halda í náttúrulegan ljóma! Húðin verður sillimjúk & endurnærð eftir notkun á þessu andlitsvatni, ég hef verið að nota það í nokkrar vikur núna & ég get klárlega mælt með þessu fyrir alla, en sérstaklega fyrir þá sem hafa náð 25ára aldrinum!
Origins Vörurnar færðu í Snyrtivörudeild Hagkaups & t.d inná Beautybox.is HÉR!
Mac 15x Warm Neutral Eyeshadow Palette
Þessi er svo falleg, allir litirnir eru fullkomnir & elska ég þessa brúnu tóna! En pallettan inniheldur ótrúlega fallega brúna, bleika, gyllta tóna & þessa fallegu jarðliti! Ég er ótrúlega veik fyrir svona pallettum, enda passa þessir litir eitthvern vegin öllum & við öll tilefni! Mac færðu í MAC Smáralind & MAC Kringlunni!