March Favorites

March FAVORITES

//Færslan er ekki kostuð, en *stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf//

 

5558E536-1742-48EF-8595-BBD5B842AC81

Becca Aqua Luminous perfecting foundation
Ég keypti mér þennan farða fyrir nokkrum vikum síðan & frá fyrstu notkun fann ég að hann hentar mér vel! Áferðin er sjúklega falleg & endingin góð! Eina sem ég gæti mögulega sett útá er því ég get verið með smá olíukennda húð & því kemur smá fituglans á húðina eftir nokkra tíma með farðan á. En ég tók eftir því að ef ég nota mattan primer undir þá kemur ekki eins mikill glans & sama ef ég blanda þessum farða við einn af mínum uppáhalds Nars Sheer Glow þá kemur hann sjúklega fallega út! En farðinn er mikið “dewy” & “glowie” og mér finnst það töluvert fallegri farði heldur en alveg mattir!
Becca Vörurnar færðu í snyrtivörudeild Hagkaups & t.d lyf&heilsu Kringlunni!

 

A8162D6C-AB0B-4D18-A3D0-273ED75D5B30

Too Faced Better then sex mascara
Ég held ég eigi án djóks 3stk af þessum! En hann fylgdi með nokkrum pallettum sem mamma gaf mér fyrir svolitlu síðan & var ég fyrst að prufa hann almennilega núna í mars! En ég á mér einn allra uppáhalds maskara sem er frá Artdeco & heitir All in One Panoramic mascara, hann er guðsgjöf fyrir augnhárin mín allavega hehe 🙌🏼
En better then sex maskarinn er ótrúlega svipaður & maskara greiðan nánast eins & á Artdeco maskaranum! Mæli mikið með báðum þessum möskurum, en núna skil ég klárlega þetta æði fyrir þessum maskara frá Too Faced!
Too Faced vörurnar fást því miður ekki á Íslandi. En þú getur nálgast þær til dæmis inná selfridges.com HÉR!

 

A91B46BD-6D95-4C58-8273-875A36DF6B62

 

Artdeco HYDRA lip booster 32
Ég hef talað um þennan áður við ykkur en ég týndi mínum “go to” gloss fyrir svolitlu síðan & fór ég þá að grípa aftur í þennan & man nú afhverju ég var ALLTAF með hann, hvort sem það var hversdags eða fínt! Hann þurrkar ekki varirnar & er ótrúlega fallega brúnn. Þessi ætti að vera til í öllum snyrtibuddum hehe 💋
Artdeco vörurnar færðu í snyrtivörudeild Hagkaup & til dæmis á Snyrtistofu Evu Selfossi!

 

4957047B-6E78-4228-BA94-9985B96F73D0

*Origins three part Harmony day/night eye cream
Fyrir ykkur sem eruð komin yfir 25 ára aldurinn þá er þetta augnkrem sem þú ættir að prufa! Vá hvað ég elska það mikið & finnst mér stór kostur að augnkremið se tvískipt fyrir nóttina & daginn! En dagkremið er létt, olíulaust, endurnýjandi & hjálpar því að vinna á fínum línum & öldrun húðar. Hefur lyftandi & birtandi áhrif ásamt því að hjálpa farða/hyljara að haldast á sínum stað!
Kvöldkremið er feitara, mjög nærandi & vinnur vel á fínum línum & öldrun húðar yfir nóttina. Þú vaknar með endurnært augnsvæði!

9F905CA2-DFDC-4680-ACC9-38767F4E83BF

 

*Origins three part Harmony tri-phase essence lotion
Þetta silkimjúka andlitsvatn hefur þrjá yndislega eiginleika! Það hefur endurnýjandi áhrif, rakagefandi & hjálpar húðinni að halda í náttúrulegan ljóma! Húðin verður sillimjúk & endurnærð eftir notkun á þessu andlitsvatni, ég hef verið að nota það í nokkrar vikur núna & ég get klárlega mælt með þessu fyrir alla, en sérstaklega fyrir þá sem hafa náð 25ára aldrinum!

Origins Vörurnar færðu í Snyrtivörudeild Hagkaups & t.d inná Beautybox.is HÉR!

C2061EB2-A448-4262-A720-0883BC5D44C4

 


Mac 15x Warm Neutral Eyeshadow Palette

Þessi er svo falleg, allir litirnir eru fullkomnir & elska ég þessa brúnu tóna! En pallettan inniheldur ótrúlega fallega brúna, bleika, gyllta tóna & þessa fallegu jarðliti! Ég er ótrúlega veik fyrir svona pallettum, enda passa þessir litir eitthvern vegin öllum & við öll tilefni! Mac færðu í MAC Smáralind & MAC Kringlunni!

8DC10C79-84DC-48A6-81D1-AA7C2EFFD7AA

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s