Light Tones – Dry Shampoo

Mín mest notaða hárvara síðustu vikuna er klárlega Light Tones þurr sjampóið frá MoroccanOil! Ég get alveg viðurkennt það að þegar ég er með sléttað hárið þá verð ég algjör fíkill í þurrsjampó! Sléttað hár gerir mig svo hamingjusama og elska ég að reyna halda því sléttu & fínu sem lengst og kemur þá þurr sjampó til bjargar. 

 

Ég nota FYRIR LJÓST OG HVÍTT HÁR en það er einnig til fyrir dökkt hár.
Háralitur er persónulegur – Þurrsjampó á að vera það líka.

Þessi undurlétta formúla dregur í sig olíu, efnauppbyggingu og lykt ásamt því að skilja hárið eftir hreint og ferskt. Inniheldur UV vörn ásamt því að argan auðguð formúlan gufar strax upp og og skilur því ekki eftir sig filmu. Spreyið inniheldur fjólubláan undirtón sem eyðir óæskilegum gulum litatónum í ljósu hári.

Hárið mitt er með sterkan gylltan undirtón & að eðlisfari er ég með þennan típíska “músagráa” hárlit eins og svo margir á Íslandi! En ég hef verið ljóshærð eða í ljósari kanntinum síðan 2012 & fýla ég mig lang best þannig! Ég hef klárlega prófað allann pakkann af hárlitum & stendur alltaf ljósi liturinn uppúr. En ég er algjör krulluhaus & því svo gaman að fá tilbreytinguna & vera með sléttað hárið, nánast einu skiptin sem ég er með það slétt er þegar ég er ný komin úr litun&klippingu! 

En ég hef prófað heilan helling af þurrsjampóum og oftast haft litla skoðun á þeim, en þetta er í fyrsta skiptið sem ég fór að nota Light Tones frá MoroccanOil & ég held mig langi bara ekki að fara í neitt annað eftir það! Vá hvað mér finnst það mikil snilld! Mér finnst á svo mörgum þurrsjampóum að maður bókstaflega sér filmu yfir hárinu eitthvernvegin & já bara það sést á hárinu! En ég finn mun á þessu & hentar það mínu hári fullkomnlega! 

Til að lesa nánar um vöruna getur þú farið inná regalo.is HÉR!

Af eitthverjum ástæðum fann ég ekki sölustaði MoroccanOil inná regalo.is, en það er alltaf hægt að hafa samband við þau til dæmis á instagram @regalofagmenn, snapchat 👻regalofagmenn & Facebook Like-síðunni þeirra regalofagmenn ! 

8DC10C79-84DC-48A6-81D1-AA7C2EFFD7AA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s