Augnfarðahreinsir sem ertir EKKI!

Síðustu vikur hef ég verið að prófa nýjan Augnfarðahreinsi, en ég var farin að vera ótrúlega viðkvæm í augunum & sveið alveg rosalega af þeim sem ég átti heima og var vön að grípa í. Veit ekki afhverju ég fór að finna fyrir ertingu svona allt í einu en oft tekur líkaminn sér smá stund til þess að mynda svokallað “erti ofnæmi” og getur þess vegna vara sem þú hefur lengi notað allt í einu ekki hentað þér lengur!

En ég var búin að lesa mig aðeins til & skoða allskonar færslur & fleira til þess að finna augnfarðahreinsi sem ég gæti mögulega prófað & fann ég einn sem heillað mig mikið! Ég var svo heppinn að stelpurnar í heildversluninni Artica gáfu mér hann að gjöf til þess að prófa & get ég alveg sagt ykkur það að það er allt annað að hreinsa augnfarða af núna!

En varan sem ég er að tala um er Origins Well Off Augnfarðahreinsirinn! Hann er ótrúlega mildur & hefur hann virkað vel fyrir mig síðustu vikur! Mæli klárlega með að kíkja á þennan ef þú ert með viðkvæm augu & hefur enn ekki fundið fullkominn augnfarðahreinsi fyrir þig!

Til að lesa nánar um vöruna getur þú kíkt inná beautybox.is HÉR. Einnig færðu Origins í snyrtivörudeild Hagkaups.

8DC10C79-84DC-48A6-81D1-AA7C2EFFD7AA

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s