Bílstóll Númer Tvö

​Bílstóll númer II

 

//Færslan er ekki kostuð, né fengin að gjöf// 
Nú þegar Andrés Elí er að verða 1árs & komin í þá stærð að hann sé bara hreinlega orðinn of stór fyrir ungabarna bílstólinn sinn þá var alveg komin tími á að fjárfesta í bílstól númer tvö
En um daginn fórum við í FIFA sem er barnavöruverslun í Skeifunni & var ég með tvo stóla í huga sem mig langaði að skoða nánar & fá aðstoð við það að velja á milli þeirra! 
 
En það var yndisleg kona sem tók á móti okkur & fengum við að prufa & máta stóla og enduðum við á að velja BRITAX Dualfix i-SIZE bílstólinn, en hann er með þeim nýjustu á markaðnum & helsti kosturinn við hann er að barnið má vera í stólnum bakvísandi alveg fram að 4 ára aldri eða uppí 105cm eða 18kg! En eins og konan í versluninni sagði þá er það mjög mikill kostur & talaði hún um það að það væri best að geta haft barnið sem lengst bakvísandi. Hinn stóllinn sem ég hafði í huga var aðeins bakvísandi fram að 87cm & það var svona úrslita atkvæðið sem lét okkur kaupa þann stól sem við gerðum. 
 
En auðvitað finnur hver og einn það sem þeim líður vel með & lýst vel á. Mér leist svo vel á þá stóla sem er hægt að snúa allan hringinn & því gerir það svo auðvelt fyrir mann að setja barnið í & taka úr stólnum 👏🏼 
 
En okkur lýst allavega sjúklega vel á nýja stólinn & myndi ég klárlega mæla með honum sem bílstól númer 2. Hann hentar ungabörnum líka eða alveg frá 40cm, en persónulega myndi ég ekki notast við svona stól fyrir ungabörn því maður er miklu meira að taka þau með sér inn í bílstólnum, oft eru þau sofandi & maður er eitthvað aðeins að skreppa þá er svo þæginlegt að vera með eitthvern léttan þæginlegan stól sem er auðvelt að kippa með sér inn hvort sem það er útí búð eða bara inn heima hjá sér! En eins og ég sagði þá er þetta mjög persónulegt, en mig langaði bara að deila aðeins minni reynslu með ykkur 💕

 

Allar myndirnar eru af bílstólnum sem við fengum okkur BRITAX Dualfix i-SIZE!

Getið kíkt á bílstólin HÉR!

8DC10C79-84DC-48A6-81D1-AA7C2EFFD7AA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s