Andrés Elí 1. árs

ANDRÉS ELÍ 1. ÁRS

0565790F-C87E-43B6-8A84-113F50E4467D

Andrés Elí varð 1. árs í dag!

Nei sko vá hvað tíminn er fljótur að líða, ég er ekki alveg að átta mig á því að ég eigi son sem er orðinn eins árs. En Andrés er svo sannarlega algjör gullmoli, hann er fáránlega mikill karakter & veit nákvæmlega hvað hann vill þrátt fyrir ungan aldur haha!

Mamma hlær reglulega af mér þegar ég er alveg búin á því að reyna ná tökum á litla orkuboltanum og segir við mig að ég sé augljóslega að mæta sjálfri mér!

En það er mjög gaman að eiga við þennan krúttkarl & þràtt fyrir að vera ósofin, vel þreytt & algjörlega búin á því stundum þà er þetta líka svo skemmtilegt þegar hann kemur með sína takta & bókstaflega heillar ALLA uppúr skónum!

Andrés Elí er svo fyndinn, skemmtilegur, alltaf glaður & brosandi, ákveðinn, já ég ætla segja frekur líka haha & algjör orkubolti! Honum finnst ekkert rosalega gaman að sofa, þó það komi nú góður lúr inná milli.
En að fá að vera mamma þessa mola er ótrúlega krefjandi, skemmtilegt & aðallega algjör forréttindi að fá að upplifa þetta hlutverk!

En við héldum STÓRA afmælisveislu fyrir hann laugardaginn 27. janúar síðastliðinn & gekk allt svo ótrúlega vel! Ég sem sagt hef aldrei haldið svona veislu áður, né bakað eða undirbúið þannig það var mikið fjör & ég var á fullu allan daginn!

En við eigum svo stóra fjölskyldu að við ákváðum að hafa bara opið hús og fólk myndi bara koma þegar þeim hentaði, þetta gekk svo vel & fjöldinn dreifðist svo fullkomnlega! Aftur á móti voru veitingarnar orðnar tæpar þegar það fór að liða á daginn, en eins og amma sagði þá væri það sennilega bara jákvætt & þýddi allavega að veitingarnar hefðu verið góðar!

En ég ætla leyfa nokkrum myndum að fljóta með, ég tók nú ekki margar en þær voru nokkrar sem mig langar til þess að deila með ykkur 💖

F364A40E-6A40-40E8-B0B5-1BF08CA4FF53188F5BF1-18D2-4150-8D9A-7390DBC1637B6AF075FF-88DE-4085-B36E-64C1FF58FB0F

Til þess að svara nokkrum spurningum sem ég fékk:

Við keyptum standart afmælisköku hjá 17sortum, rúnstykkin hjá Jóa Fel, pappaglös, servíettur & svoleiðis í söstrene grene, tölublaðran með helíum er frá partyvörur.is & svo fengum við auðvitað hjálp frá fjölskyldunni okkar með allskonar veitingar. En ég gerði smá tilraunir í bakstrinum og heppnuðust þær svona ofboðslega vel þannig ég mun pottþett deila eitthverjum uppskriftum með ykkur fljótlega 💕

Annars erum við komin í algjört dekur hérna fyrir norðan hjá tengdó & fékk Andrés Elí einnig afmælis kaffiboð í dag hérna á Siglufirði!

8DC10C79-84DC-48A6-81D1-AA7C2EFFD7AA

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s