JANUARY FAVORITES

Mínar uppáhalds snyrtivörur í Janúar! 

A5B841A9-9211-4D01-A358-937FE6782009.jpeg

//Færslan er ekki kostuð, en *Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf//

 

*Rimmel Lasting Finish Breathable Concealer:
Hef mikið verið að nota þennan hyljara & farðann í sömu línu síðustu vikur! Ég er að fýla þessa línu í botn & finnst mér mjög auðvelt að byggja upp góða þekju eða einmitt nota minna magn & fá þá léttari þekju! En hyljarinn hylur vel & myndi ég klárlega mæla með honum!
Rimmel vörurnar færðu í snyrtivörudeild Hagkaup & öllum helstu apótekum!

Becca Moonstone Highlighter:
Held það þurfi ekki að segja mikið um highlighter-ana frá BECCA, en þeir eru alltaf jafn vinsælir enda fáránlega fallegir! Ég er með ljósa húð og extra ljós yfir vetrartímann og þá finnst mér moonstone highlighter-inn hentar mér fullkomnlega! Ég flakka samt á milli champagne POP & Moonstone! En eins og ég sagði þá eru þessi ljómapúður alveg einstaklega falleg!
BECCA vörurnar færðu í Snyrtivörudeild Hagkaup Kringlunni & Smáralind.
Einnig í Lyf&Heilsu Kringlunni.

 

Becca Snapdragon Kinnalitur:
Áður en ég byrjaði í Reykjavík Makeup School notaði ég alltaf frekar brúntóna kinnalit i heldur en bleiktóna, þannig ég var svona frekar efins með þennan þegar ég sá hann í kittinu okkar, enda skær bleikur á litinn! En eftir kokkur skipti var ég farin að elska hann! Það lífgar eitthvað svo uppá andlitið að vera með bleikar eplakinnar! Ég er líka alveg ein af þeim sem set kinnalit alveg uppá gagnaugu, ég bara elska kinnalit & þökk sé RMS þá er ég farin að elska skæra kinnaliti líka ekki bara þessa dekkri, brúntóna liti!
Becca vörurnar fást í snyrtivörudeild Hagkaup Kringlunni & Smáralind, einnig í Lyf&Heilsu Kringlunni.

*Jessup Augnbursta Sett:
Ég fékk bursta frá jessup fyrir eitthverju síðan & byrjaði að prófa mig aðeins áfram með þá! Ég hef alltaf notast mest við real techniques & morphe bursta þannig það var mjög gaman að prufa eitthvað nýtt! En Jessup burstarnir komu vanaföstu mér fáránlega vel á óvart & hef ég held ég notað eitthvern af augnburstunum í hvert skipti sem ég geri augnförðun!
Ég mæli mikið með að prufa þá & ekki skemmir það fyrir hvað þeir eru á ótrúlega góðu verði!
Jessup Burstarnir fást inná Shine.is, ýttu HÉR til að skoða nánar! 

NYX Pro Cosmetics Natural Lip liner:
Þessi Nude varablýantur er í svo miklu uppáhaldi hjá mér! Ég notast bæði við hann dagsdaglega sem og þegar ég er að fara eitthvað fínt! Mér finnst hann passa við alla liti og allar farðanir eitthvern vegin!
Nyx Pro Cosmetics vörurnar færðu í snyrtivörudeild Hagkaup.

*JESSE’S Girl Eyeliner:
Ég hef alltaf verið ótrúlega föst í sama eyeliner & hafði ég mikið gott af því að prufa fleiri týpur! Þessi frá JESSE’S er samt fáránlega líkur mínum allra uppáhalds eyeliner þannig auðvitað elskaði ég hann strax eftir nokkur skipti! Hann er ótrúlega þæginlegur í notkun & ég held það verði ekkert auðveldara að setja eyeliner með væng/spíss en með þessum eyeliner “penna”.
Eyelinerinn færðu inná shine.is HÉR

RCMA No Colour Powder:
Ég fýla þetta lausa púður í botn! Hef notað þetta í dágóðan tíma núna & finnst það henta mér fullkomnlega! Ég notaði alltaf Laura mercier púðrið, en eftir að ég prufaði þetta þá hef ég ekki farið aftur til baka!
En ég fékk þetta púður inná Camerareadycosmetics.com, ýttu HÉR til að skoða vöruna.

 

*Moroccanoil Shimmering Body Oil:
Mér finnst þessi olía geggjuð! Hún gefur svo fallegan ljóma ásamt því þá smýgur hún fljótt inní húðina, hefur nærandi & endurlífgandi áhrif á húðina! Ég hef oft notað olíuna á hendurnar, bringu & viðbein & finnst ótrúlega fallegt að setja hana á þá staði sem eru berir eða sjást þegar ég er að fara eitthvað út!
Ég notaði einmitt smá af olíunni á viðbein til að “poppa” þau í myndatökunni í lokaprófunum hjá Reykjavík Makeup School!
Getur lesið nánar um body vörurnar frá Moroccanoil HÉR
En ég fann ekki sölustaði Moroccanoil Body inná regalo.is, um að gera að spyrja bara inná regalo fagmenn Facebook síðunni, regalofagmenn snapchat-inu eða senda fyrirspurn inná regalo.is. Annars er þetta á mjög mörgum snyrti- & hárgreiðslustofum. Ég sá til dæmis eitthvað af body vörunum á Snyrtistofu Evu á Selfossi. 

 

En langar einnig að taka það fram að margar af þessum vörum fást í Hagkaup & eru TAX-FREE dagar þar núna til 5. febrúar held ég alveg örugglega. Þannig um að gera að næla sér í eitthvað sniðugt! 🖤

8DC10C79-84DC-48A6-81D1-AA7C2EFFD7AA

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s