Mín Uppáhalds Öpp ❤
Ég ætla ekki að skrifa neitt mikið um hvert og eitt app, enda er ótrúlega auðvelt að kíkja í app store og lesa aðeins um þau! En ég nota öll þessi öpp mjög mikið hvort sem það er fyrir filtera, glitter, auglýsa bloggin mín, róa barnið eða þess vegna skrifa bloggin mín!
Polyvore: Fullkomið sem hjálpartæki fyrir myndirnar á blogginu, auðvelt að setja margar myndir saman t.d fyrir uppáhalds vörur mánaðarins!

Canva: Auðvelt að gera falleg boðskort, auglýsingu fyrir bloggið eða bara hvað sem þér dettur í hug að gera.

Snapseed: Elska þetta app & þá sérstaklega til þess að setja inn “póstera” af nýrri blogg færslu, auðvelt að setja t.d flott útlítandi texta yfir mynd!

VacuumCleaner: Ef þú átt barn sem er órólegt þá mæli ég svo mikið með því að hafa þetta app í símanum! Ryksuguhljóðið róar minn kút allavega mjög oft þegar hann er eitthvað órólegur!

Kirakira+: Glimmer, glimmer, glimmer er eina sem þarf til að lýsa þessu appi! En held það hafi flest allir sem eru virkir á instagram tekið eftir því hvað margt glitrar í dag, hvort sem það sé mynd eða videó í insta story! Þetta allavega “poppar” upp ýmis myndbönd/myndir! Þótt þetta sé nú engin nauðsyn þá hef ég notað þetta ágætlega mikið síðustu vikur!

VSCO: Geggjaðir filterar & hægt að poppa uppá myndir í þessu appi! Veit að margir eru á móti þessum endalausu filterum, en sumar myndir finnst mér bara fallegri með smá filter! Annars eru margir sem notast við þetta app til þess að “skipuleggja” instagramið sitt. Persónulega er ég ekki alveg svo skipulögð ennþá, þótt að fallegt “feed” heilli oftast fleiri augu. En það er líka gaman að skoða aðra prófíla inná vsco & virkar þetta app svolítið eins og instagram finnst mér!

WordPress: Bloggið mitt gerði ég inná WordPress & finnst mér það mjög þæginlegt! Það er líka mjög gaman að geta fylgst vel með allri umferð á blogginu sem & bloggað á mjög svo auðveldan hátt inná appinu!

Sjónvarp Símans: Við erum með áskrift af sjónvarpi símans Premium og er heill hellingur af þáttum & myndum þar inná! Það hefur reynst okkur vel að geta skellt smá skemmtilegu sjónvarpsefni á hvort sem það er á flakki hér heima á Íslandi eða erlendis. En maður þarf samt að vera nettengdur held ég til þess að geta horft, en eru hvort sem er ekki allir nettengdir í dag?

SpeedPro: App sem ég hef nýtt mér nokkrum sinnum í verkefna vinnu & þá hægt að hafa myndbandið hratt & setja eitthvað skemmtilegt lag undir! Það kom vel út að mér fannst & mun ég klárlega halda áfram að prófa mig áfram!

En þetta eru sirka flest öppin sem ég notast mikið við í dag & hafa hjálpað mér mikið! Ég held ég sé ekki að gleyma neinu en þá segi ég ykkur bara frá því seinna! Ég fæ allavega reglulega spurningar úti hvaða öpp ég nota við bloggin mín & bara allt sem ég set inná samfélagsmiðla!
