Sugarbearhair vítamín – Þriðji mánuður

SUGARBEAR – 3 MÁNUÐIR

 
//Færslan er ekki kostuð, en vöruna fékk ég að gjöf//
Ég gerði færslu um mitt álit af Sugarbear hár-vítamíninu þegar ég var einungis búin með 1 skammt, sem sagt 1 mánuð! 
En ég fann strax smá mun & getið þið kíkt á þá færslu HÉR
 
En núna eftir 3 mánuði þá get ég alveg sagt ykkur það að ég finn ennþá meiri mun! 
En ég hugsaði ekki alveg fram í tíman og tók enga sérstaka fyrir mynd og hef því lítið í mynda formi fyrir ykkur. En ég get sagt ykkur það að hárið mitt er mun heilbrigðara en það var, það var einnig orðið svo fáránlega þykkt að ég fór & lét Lóló frænku mína þynna það vel. En Lóló á Mensý er sú sem sér & hefur ALLTAF séð um hárið á mér! 
 
Einnig er ég með mjög skemmtileg “baby” hár í alveg hreint yndislegri lengd, þau sem sagt standa útí loftið en nást ekki alveg með í teygjuna ennþá! Stutt í það samt! 
 
Eitt í viðbót!
Neglurnar mínar eru orðnar geðveikt sterkar & hafa aldrei verið í betra standi! Nei sko ég var alltaf með klofnar og brotnar neglur & þoldu þær fáránlega lítið! Enda mjög viðkvæmar! Ég held ég geti í alvörunni sagt það að þær hafa aldrei verið svona langar & jafnar áður! 
 
Það er sagt að þú sjáir fyrst almennilegan mun eftir 3 til 6 mánuði að taka inn Sugarbearhárvítamínið! Ég byrjaði að finna fyrir smá mun strax eftir 1 mánuð & ég finn ennþá meiri mun á mér núna eftir 3 mánuðinn! 
 
Ef þú ert með hárlos, aumar neglur, of þunnt eða stutt hár & vilt fá þykkara & lengra hár þá mæli ég með að kynna mér þetta vítamín. 
Þú getur lesið allt um Sugarbear HÉR
& sölustaði finnur þú HÉR!
8DC10C79-84DC-48A6-81D1-AA7C2EFFD7AA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s