ONLINE SHOPPING

Erlendar Netverslanir sem ég ELSKA að versla á! 

online-shopping

 
Ég fæ oft spurningar um eitthvað sem ég keypti, þá aðallega hvar ég keypti það & hvaða síður ég versla mikið af! En hérna eru síður sem ég hef mjög góða reynslu af & hafa virkað vel fyrir mig! En ég reyni oftast að versla á netinu þegar ég er að fara til útlanda og sendi þá á hótelið, þá sleppur maður við svakalegan sendingar kostnað & fáránlegan toll! Nema ef þú verslar á selfridges, þá reiknast allt inni verðið, getur lesið betur hér fyrir neðan 👇🏼
 
Selfridges.com 
Selfridges er klárlega mín allra uppáhalds netverslun! Það fæst heill hellingur þarna inná, öll helstu merkin sem eru vinsæl í dag finnur þú þarna, einnig heilan helling af snyrtivörum! Þetta er bara UPPÁHALDS! Mæli mikið með að kíkja á þessa síðu. Líka það besta við hana er að sendingin er oftast ekki lengur en 3-4 daga að koma til þín og er sendingin keyrð uppað dyrum! Plús það að áður en þú borgar vöruna þá reiknast tollurinn inn í verðið og því er ekkert pósthúsa né toll vesen þegar þú pantar af selfridges!
Kíktu inná Selfridges HÉR!
selfridges
 
CamerareadyCosmetics.com 
Snyrtivöru netverslun. Til dæmis fæst RCMA, Stila, Morphe, OFRA og heill hellingur af merkjum!
Kíktu inná Cameraready HÉR!
cameraready
 
Kissandmakeupny.com 
Snyrtivöru netverslun! Helstu merkin sem ég sækist eftir inná þessari síðu er aðalega Kiehl´s, svo Laura Mercier, NARS & Tatcha. Annars er líka heill hellingur af merkjum að finna þarna inná.
Kíktu inná kissandmakeup HÉR!
kissandmakeup
 
CultBEAUTY.co.uk 
Snyrtivöru netverslun. Held að flestir viti af þessari síðu, en það er hægt að nálgast heilan helling þarna inná! þau merki sem ég hef verið að sækjast mest í eru til dæmis Benefit, Anastasia Beverly Hills, Charlotte Tilbury, Cover Fx, Huda Beauty og svo eru endalaust af allskonar merkjum.
Kíktu inná Cultbeauty HÉR!
Cult-Beauty-Logo
 
Asos.com 
Það þekkja held ég allir ASOS og flestir elska líka ASOS! Allavega hef ég keypt mér heilan helling þarna inná & hef ég alltaf verið sátt! Þú færð allskonar fallegan fatnað & aukahluti inná ASOS, ásamt eitthverjum snyrtivörum! 
Kíktu HÉR inná ASOS!
asos.png
 
Themillionroses.com 
Ef þig vantar GULLFALLEGAR rósir sem eru til í allskonar litum & duga þér í allt að ár, jafnvel lengur! Þá mæli ég með að kíkja á þessa síðu! Ég keypti gyltar rósir fyrir mömmu rétt fyrir jólin & eru þær enn í fallegu standi! Mæli mikið með & ég skal lofa ykkur því strákar að hver einasta stelpa yrði sjúklega ánægð með svona rósir á Valentínusar daginn 🌹❤️
< n>< n>Kíktu inná MillionRoses HÉR!
million roses
Þetta eru þær erlendu netverslanir sem ég hef mikið verið að vafra á undanfarið! Ég get alveg eytt heilu klukkutímunum bara í að skoða. En ég skoða ekki einungis erlendar síður heldur auðvitað líka Íslenskar og ætla ég að gera sér færslu um þær síður fljótlega! ❤
8DC10C79-84DC-48A6-81D1-AA7C2EFFD7AA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s